Stór dagur fyrir Grímseyinga með nýjum Sæfara

Sæfari Óska Grímseyingum innilega til hamingju með nýju ferjuna. Nýr Sæfari markar enn þáttaskil í samgöngusögu eyjunnar og er fyrir löngu tímabært að þeir fái aðra ferju. Þetta er þeirra þjóðvegur og eiga skilið að fá almennilega ferju sem getur gegnt hlutverki sínu með sóma fyrir þá. Gamli Sæfari hefur þjónað sínu vel, en var auðvitað fyrir nokkru orðinn úreltur í sínu hlutverki.

Á þessu máli er þó auðvitað viss skuggi. Nýja ferjan hefur verið mikið í fréttum vegna þess hversu dýrt var að kaupa hana frá Írlandi, flikka hana upp og koma í almennilegt stand. Biðin eftir henni hefur verið alltof löng - þetta er í raun sorgarsaga í alla staði hvað varðar undirbúning málsins og hversu lengi beðið hefur verið. Auðvitað eru allar hliðar málsins pólitískt hneykslismál. Það þarf ekkert að efast um það.

Í raun er saga þessarar ferju skólabókardæmi um hvernig ekki eigi að vinna hlutina. Þar voru alvarleg mistök gerð, öllum hlutaðeigandi til skammar. Það hefði farið mun betur á því að ný ferja hefði verið keypt. Hefði bæði verið fljótlegra og kostað mun minni pening, en það er öllum ljóst að þessi ferja uppgerð er orðin mun dýrari en ný hefði orðið. Mikil mistök, sem ég tel að lengi verði í minnum höfð. Á þeim mistökum þarf þó að læra lexíuna um hvernig taka eigi á málum í framtíðinni.

Þrátt fyrir langa leiðindasögu pólitískra afglapa og klúðurs Vegagerðarinnar, sem sumir vildu reyndar hengja á saklausan skipaverkfræðing en urðu frá því að hverfa, vil ég óska heimamönnum í Grímsey til hamingju. Þó að mikil mistök hafi verið gerð er þessi ferja þó framför frá því sem var. En það hefði verið hægt að gera svo mun betur.

mbl.is Stór stund fyrir Grímseyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband