Fáránlegur dómur

Mér finnst dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í nauðgunarmálinu í dag alveg fáránlegur. Skilaboðin sem felast í honum eru allavega mjög alvarlegs eðlis þykir mér. Þetta hlýtur að verða umdeildur sýknudómur, einkum vegna þess að ekkert mark er tekið á frásögn konunnar. Í raun virðist felast undir niðri það mat að ölvunarástandið hafi ekki skipt máli og í raun virðist gefið sér að þrátt fyrir ölvunina sé þetta allt í lagi.

Enn vakna spurningar um hversu mikið vægi frásögn þeirra sem verða fyrir kynferðisafbroti hefur í raun. Það er því miður orðin alkunn staðreynd að dómar fyrir kynferðisafbrotamál hér heima eru til skammar, bæði eru þeir alltof vægir og með þeim er ekki staðfest hversu alvarlegur glæpur felst í verknaðinum. Kynferðisafbrot eru að mínu mati stóralvarlegur glæpur. Sálrænt áfall þeirra sem fyrir því verður gróa aldrei að fullu.

Það hefur verið rætt vel og lengi um dóma í þessum málum. Það er greinilegt á þessum dómi að þeirri umræðu er ekki enn lokið.

mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu búinn að lesa dóminn?

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700316&Domur=7&type=1&Serial=1

Erfitt mál fyrir dómarana, en maðurinn hefði örugglega verið dæmdur fyrir nauðgun EF til samræðis hefði komið.

Pétur (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentið.

Hef lesið dóminn já. Það eru öll mál erfið fyrir dómara og þeir verða auðvitað að dæma eftir því sem þeir telja rétt og leggja heiður sinn að veði. Mér finnst þetta í besta falli orðað athyglisverður dómur, en sitt sýnist eflaust hverjum. Hef mestan áhuga á að vita hvað gerist í kjölfarið, enda verður þessu væntanlega áfrýjað.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.4.2008 kl. 19:50

3 identicon

Ég veit ekki hvað þú hefur verið að lesa Stefán, en það er fullt mark tekið á frásögn konunar.

Hún er ekki að ásaka hann um neitt sem hann þrætir fyrir og hann segir hana ekki hafa gert neitt sem hún þrætir fyrir.

Þannig gæti atburðarásin alveg hafa verið eins og þau bæði lýsa.

Fransman (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hélt að allir myndu sjá að ég er að tala um kynferðisafbrotamál almennt í annarri og þriðju efnisgrein. Hef skrifað um dóma í slíkum málum áður. Það er því miður löngu þekkt staðreynd að dómar eru jafnan of vægir, eða ég tel að flestir geti tekið undir það. Vonandi breytist það.

Í þessu máli er niðurstaða dómsins ekki sameiginleg og fram kemur sérálit. Þetta mál snýst auðvitað fyrst og fremst um hvort tilraun til nauðgunar hafi farið fram. Það er ekki einhugur um það og ég tel að þetta sérálit sé mjög gott innlegg í málið. Áhugavert að sjá hvað gerist næst í því. Hvort verði áfrýjað eður ei.

Þessi maður er allavega sýknaður af nauðgunarákærunni, sem lögð var fram.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.4.2008 kl. 23:24

5 identicon

Stefán, þú ert að setja fram skoðanir og fullyrðingar sem þú styður með engu nema tilfinningu fyrir málinu.   Það er verið að tala um frelsi manns og það hvort hann hafi mátt vita að það sem hann gerði væri stúlkuni á móti skapi.

Og á hinn bóginn er verið að tala um tilfinningar stúlku sem, virðist hafa verið í einhverju lyfja "rússi" sem hún sjálf kom sér í og ekki hafa gert sér grein fyrir því sem hún gerði og þeim skilaboðum sem hún sendi t.d. með því að fara sjálf úr fötum og glenna sundur fæturna.

"Mér finnst dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í nauðgunarmálinu í dag alveg fáránlegur. Skilaboðin sem felast í honum eru allavega mjög alvarlegs eðlis þykir mér. Þetta hlýtur að verða umdeildur sýknudómur, einkum vegna þess að ekkert mark er tekið á frásögn konunnar. Í raun virðist felast undir niðri það mat að ölvunarástandið hafi ekki skipt máli og í raun virðist gefið sér að þrátt fyrir ölvunina sé þetta allt í lagi."

Ef þú ert drukkinn og lemur mann, skiptir þá ölvunarástand þitt máli ?

En ef stúlka er á einhverjum lyfjum+áfengi og gerir sér ekki grein fyrir því sem hún gerir ?  Á þá að dæma mann í fanglesi fyrir að sofa hjá henni ? 

Því miður virðast alltor margir vera tilbúnir að lesa einhver dulin skilaboð út úr dómum og lýsa þá fáránlega án þess að vera með neina málefnalega umræðu til að styðja fullyrðingarnar.

Fransman (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég minnist þess að fyrir nokkuð mörgum árum ákærði þekkt "gleðikona" karlmann nokkurn fyrir nauðgun.  Við rannsókn málsins hjá rannsóknalögreglunni viðurkenndi maðurinn að hafa haft samræði við konuna, þau bæði undir áhrifum áfengis, (sem nú til dags heitir víst að hafa "stundað kynlíf" með henni (ný íslenska), hét áður að "ríða" eða gera "do-do") en það hafi verið með samþykki hennar.

 Konan viðurkenndi að hafa farið heim með karlmanninum og haft við hann samfarir með hennar samþykki.  "En svo fékk hann sér aftur, og það var nauðgun því þá var ég sofandi og hafði ekki gefið honum leyfi."

KARLMENN!   Munið að næst þegar þið takið dömu heim til að gera "do-do" að þá þarf að hafa kvittanaheftið með sér og viðurkenningaskjal til undirritunar um að ekki hafi greiðsla farið fram svo femínistar eins og Kolbrún Halldórsdóttir og hennar líkar, kæri ykkur ekki fyrir að hafa "nauðgað" eða "keypt vændi" svo þið lendið ekki í fangelsi

Sigurbjörn Friðriksson, 12.4.2008 kl. 13:36

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Fransman: Það eru tilfinningar í öllum málum. Ég er að tala almennt um kynferðisafbrotamál. Mér finnst heilt yfir alltof vægir dómar í þeim málum. Það gildir ekkert frekar um þetta mál frekar en annað. Talaði um þetta heilt yfir í ummælum mínum, þú sérð það ef þú lest skrifin. Ég er að tala vítt um þessi mál, ekki bara þennan dóm. En þetta er fjarri því slétt og fellt mál með eina sögu og deilt um vissa þætti þess. Það er hinsvegar eðlilegt að taka þessi mál heilt yfir, ekki bara um þetta mál.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.4.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband