Háskaakstur í mótmælum - mildi að ekki fór illa

Kristján Möller og Sturla Jónsson Lítill vafi leikur á því að það veikti málstað atvinnubílstjóra nokkuð þegar að sýnt var frá háskaakstri eins bílstjórans í mótmælum í dag í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Mikilvægt er að talsmaður bílstjóranna fordæmi svona háskaakstur, en þarna mátti mjög litlu muna. Það er alveg lágmark að bílstjórarnir passi að þeir stefni ekki fólki í slíka hættu með mótmælunum. 

Finnst eins og botninn sé að fara úr mótmælum bílstjóranna. Þeir höfðu samúð fólks framan af, en virðast vera að missa þann stuðning með frjálslegum talsmáta þess sem leiðir hópinn og með þessu aksturslagi í dag, sem er stórhættulegt og óafsakanlegt með öllu.

Fréttamyndirnar í kvöld voru allavega sláandi myndrænt dæmi um að ekkert er hugsað um þá sem eru í umferðinni. Það var mildi að þarna fór vel, en spurt er um hvaða áhrif svona myndir hafi á mótmælin, en við flestum blasir að bílstjórarnir hafa ekki lengur eins sterkan stuðning almennings og í upphafi.

mbl.is „Viljum ekki sjá svona aksturslag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þetta hef ég óttast allan tíman (sjá færslu mína)

Kjartan Pálmarsson, 11.4.2008 kl. 21:47

2 identicon

Þegar bílstjórar lokuðu Bústaðarvegi og Blesugróf um daginn,, Þá komu þeir stormandi niður Breiðholtsbrekku , Í stað þess að stöðva á rauðu ljósi í miðri brekkunni aftan við þá bíla sem þar biðu í morgunumferðinni,, þá ruddust þeir með fyrirgangi sem var mun ógnvænlegri en sást á umræddu myndskeiði,, Fylkingin Ruddist með skipulegum hætti bæði vinstra megin og hægramegin við fólksbílana og fóru hvorki hægt né varlega,,Allir með aftanívagna,, Á rauðu ljósi,, Mér er óskiljanlegt hvernig ég slapp með óskaddaðan bílinn frá hamförunum,, Þetta framtak studdi ég hjá vörubílstjórunum og hélt að um einangrað tilvik væri að ræða,, Nú hef ég skipt um skoðun,, Vill heldur borga hærra verð fyrir eldsneytið fremur enn sjá slys af völdum ruddaaksturs,, Skömm sé slíkum mönnum og yfirgangsömum athöfnum þeirra,,

Bimbó (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 09:10

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég er alveg sammála þér Stefán að þetta atvik hefur skaðað þeirra málstað mikið.
Nú er fundur á þriðjudag og eftir þann fund vitum við almenningur betur hvort þeir ætla að halda áfram þessum ólögmætu aðgerðum og standi við stóru orðin og loki öllum leiðum út og inn úr Reykjavík.

Óðinn Þórisson, 12.4.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband