Hvalveiðar Íslendinga studdar hjá UNR

NorðurlöndMikið gleðiefni er að Norðurlandaráðsþing æskunnar, Ungdommens Nordiske Råd (UNR), sem stendur þessa dagana í Kaupmannahöfn, hafi í atkvæðagreiðslu lýst yfir stuðningi við hvalveiðar. Ég var áðan að hringja í Pál Heimisson, fulltrúa okkar á fundinum af hálfu SUS, um þessi mál og rabba við hann um þingið. Þetta er mikill sigur fyrir okkur. Palli lagði fram tillöguna á þinginu og hún fékk samþykki fundarmanna.

Á móti kemur að finnskir græningjar lögðu fram tillögu sem gerði ráð fyrir því að banna hvalveiðar og allt að því að fordæma okkar veiðar. Hún var felld en okkar tillaga samþykkt, svo að það er ekki hægt annað en túlka stöðu mála á þinginu en sem afgerandi sigur okkar. Það er mikilvægt að Palli skyldi tala fyrir hvalveiðunum á þinginu og greinilegt að okkar afstaða hitti í mark. Ég tel að þessi atkvæðagreiðsla segi allt sem segja þarf. Sérstaklega finnst mér þetta gott veganesti fyrir okkur hér heima.

Norðurlandaráðsþing æskunnar er haldið á hverju ári í aðdraganda Norðurlandaráðsþings, en það hefst í Kaupmannahöfn á morgun. Á þessum þingum eru lagðar fram ályktanir og staða helstu mála rædd og farið yfir stjórnmálin á Norðurlandasvæðinu. Það er greinilega eitthvað í gangi milli okkar Finna, meira en þetta, enda bítast nú Halldór Ásgrímsson og Jan-Eric Enestam um framkvæmdastjórastöðu í Norrænu ráðherranefndinni. Eins og fyrr segir er nær öruggt að Halldór fær stöðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta var smá sigur fyrir mig líka Cool

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.10.2006 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband