Augusto Pinochet dćmdur í stofufangelsi

Augusto Pinochet Augusto Pinochet, fyrrum einrćđisherra Chile, hefur nú veriđ dćmdur í stofufangelsi vegna ţeirra glćpa sem framdir voru í valdatíđ hans, einkum ţeirra er framdir voru í fangelsum á fyrri hluta valdatímans. Ţađ verđur seint sagt ađ valdaferill Pinochet, sem ríkti frá valdaráni hersins í september 1973 til ţess ađ hann vék af valdastóli áriđ 1990, sé glćsilegur. Vonandi mun Pinochet ţurfa ađ svara til saka fyrir verk sín á ţessu tímabili, en ţess hefur lengi veriđ beđiđ.

Á ţeim tveim áratugum sem hann var leiđtogi herstjórnarinnar og hersins í Chile létu stjórnvöld drepa um 3.000 pólitíska andstćđinga sína, samkvćmt opinberum tölum frá Chile. Sérstaklega var hin svokallađa Kondór-áćtlun illrćmd en henni var framfylgt í Chile og í fleiri löndum í Suđur-Ameríku. Fyrrnefnd Kondór-áćtlun var leynilegt samkomulag milli herstjórnanna í Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Chile, Paragvć og Úrúgvć. Í samkomulaginu fólst ađ ríkin hefđu međ sér samvinnu í ađ leita/elta uppi andstćđinga og losa sig viđ lík ţeirra í öđrum löndum.

Pinochet hefur áđur veriđ formlega stefnt vegna mannrána og morđa á ađ minnsta kosti 9 manna sem voru myrtir í valdatíđ hans, en lík ţeirra hafa aldrei fundist. Pinochet hefur hingađ til tekist ađ komast hjá réttarhöldum vegna málanna, međ ţví ađ segjast heilsuveill. Nćst ţví komst hann ţó ţegar hann var hnepptur í stofufangelsi af breskum yfirvöldum er hann var staddur í Bretlandi haustiđ 1998. Munađi ţá ađeins hársbreidd ađ hann ţyrfti ađ svara til saka. Međ ţví ađ ţykjast vera (sagđur vera ţađ af lćknum) langt leiddur af sjúkdómi var honum sleppt seint á árinu 1999.

Frćgt varđ er Pinochet var keyrđur í hjólastól í flugvélina á flugvelli í London. Er hann sneri aftur til Santiago, höfuđborgar Chile, labbađi hann hinsvegar niđur landganginn og gekk óstuddur ađ bíl sem ţar beiđ hans, eins og ekkert vćri sjálfsagđara. Ţetta var allt ótrúlega kómískt á ađ horfa á sínum tíma og leitt ađ hann var ekki leiddur fyrir rétt ţá. En vćntanlega kemur brátt ađ ţví. Tíđindi dagsins eru ţó stór og mikil, ţeim ber ađ fagna.

mbl.is Pinochet dćmdur í stofufangelsi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband