Er Sveðju-Plank pólskur leigumorðingi?

Premyslaw Plank Skil ekki af hverju hinn meinti pólski sveðjumorðingi Premyslaw Plank er með hettu fyrir utan Héraðsdóm. Hann kom fram í Kastljósi í gærkvöldi og varla nein þörf á því fyrir hann að hylja andlit sitt. Í því viðtali sagðist hann reyndar aldrei hafa komist í kast við lögin hér. Það leið ekki á löngu uns það var blásið af borðinu. Í dag birti Vísir mynd af handtöku hans hérlendis í síðasta mánuði.

Reyndar hefur fulltrúi saksóknara í Póllandi sagst hafa óyggjandi sannanir um sekt Planks í sveðjumorðinu margumtalaða. Þar er því haldið fram að Plank sé vægðarlaus sérfræðingur hjá glæpaklíku ytra og hafi verið leigumorðingi þeirra, alveg vægðarlaus hrotti. Það er greinilegt að þeir virðast hafa nokkuð traust mál á hendur honum.

Eins og ég sagði hér í gær tel ég að það eigi að framselja Plank sem fyrst til síns heima. Það er algjör óþarfi á því að við séum að vista hann hér og við eigum að láta hann svara til saka á heimavelli sínum. Alveg óþarfi fyrir okkur að vera að taka hann upp á okkar arma í þeirri baráttu sem hann á fyrir höndum.

Þetta mál allt minnir frekar á atburðarás í svæsinni bandarískri glæpamynd. Þetta er ekki veruleiki sem ég tel að við viljum hér og það er afleitt ef Ísland er að breytast í einhvern griðastað fyrir erlent glæpafólk.

Er mér nokkuð sama í sjálfu sér hvort hann sé sekur eða saklaus. Það er hið eina rétta að framselja manninn úr landi.


mbl.is Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hvernig dettur Ksatljósinu að hafa viðtal við þennan mann,hvaða slúður fréttamenska er þetta.??? Og við þurfum að borga það.Er fúl.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband