Eðalræmur í bíó

The DepartedÞað var mjög notalegt að fara í bíó og sjá tvær úrvalsmyndir í síðustu viku. The Departed og Mýrin eru mjög ólíkar kvikmyndir en algjörar perlur, sem vert er að mæla með. Skrifaði um The Departed hér á laugardag en sú umfjöllun nokkurn veginn hvarf hér í skuggann af skrifum um prófkjör og pælingar almennt um stjórnmál. Ég bendi því hér á tengla á umfjallanir mínar á The Departed og Mýrinni.

Mýrin
The Departed

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, er mikill kvikmyndaáhugamaður. Það er mjög ánægjulegt að sjá skrif hans um The Departed á vef hans nú í dag, en hann fór væntanlega á hana nú í dag. Það er alltaf gaman að lesa skrif Björns en sérstaklega áhugavert að sjá hann skrifa um kvikmyndir. Við erum greinilega sammála um myndina. The Departed er besta mynd Scorsese í um tvo áratugi, eða síðan að Goodfellas var gerð árið 1990.

Hvet því alla til að skella sér í bíó og sjá þessa úrvalsmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband