Ferðaglaðir Íslendingar - allir að fara út í heim?

Airplane Greinilegt er á ásókn í flugmiðatilboðin að Íslendingar eru heldur betur í ferðahug - á leið út í heim með vorinu. Eftir kuldatíð í vetur, risjótt veður einkum á sunnanverðu landinu og kuldalegar efnahagspælingar er greinilegt að fólk vill skella sér burt, helst í sólina og breyta til. Er það ekki bara skiljanlegt? Held það.

Um páskana flykktust Íslendingar í sólarlandaferðir og voru allar ferðir vel ásetnar. Ætli veturinn hafi ekki bara farið svona í fólk? Sjálfur hef ég verið að velta fyrir mér að fara út í sumar og spái í góða sumarferð. En ekki lagði ég þó til í púkkið við að leggja síma- og tölvukerfið hjá Icelandair.

Ætli að utanlandsferðirnar verði ekki málið í sumar. Varla hljómar tilfinnanlega spennandi að fylla tankinn og keyra hringinn. Bensínið hækkaði í dag enn og aftur - hvað ætli sé hægt að komast langt frá Akureyri á fimmþúsund kalli. Athugun Stöðvar 2 um daginn sýndi að hægt var að keyra frá Reykjavík í Öxnadal þá á þeim pening.

mbl.is Gríðarleg ásókn í flugmiðatilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Ég er ein af þeim sem fer í sólarlandaferð með fjölskylduna nú í vor. Mér skilst að við séum mjög heppin því hálft fæði fylgir inn i  okkar pakka,bæði morgun- og kvöldverðarhlaðborð. Og við búin að greiða ferðina. En þeir sem þurfa að kaupa allan sinn mat á staðnum séu að koma verr út úr dæminu. Svo þetta með bernsínverðið. 13 ára dóttir mín var með mér um daginn þegar ég var að kaupa olíu á bílinn. Og það var svolítið sérstakt að upplifa það hvað henni fannst um að ég borgaði rétt rúmar 5000 krónur og tankurinn var rétt rúmlega hálfur. Hún ætlaði varla að trúa því. Hingað til hefur henni þótt 5000 heilmikill peningur en þarna fannst henni hanna duga  skammt. Nú fer hún allra sinna ferða á reiðhjóli með bros á vör.

Anna Guðný , 16.4.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband