Kristján Þór og Þorvaldur opna heimasíður

Kristján Þór Júlíusson Það styttist í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Leiðtogaslagurinn er að hefjast af miklum krafti og nú eru Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, og Þorvaldur Ingvarsson, læknir, að opna heimasíður sínar og kosningaskrifstofu á næstu dögum. Nú hefur Kristján Þór lagt drög að heimasíðu sinni á vefslóðinni stjaniblai.is og hann opnar kosningaskrifstofu í Hafnarstræti um helgina. Mikill frumleiki er yfir nafngift vefsins, að flestra mati og þetta er kraftmikið og öflugt heiti óneitanlega.

Mikill kraftur mun vera á Kristjáni Þór og stuðningsmönnum hans og er mikil maskína að myndast utan um framboð hans, að því er manni skilst þessa dagana. Það er ljóst að sótt verður fram af krafti af hans hálfu. Hann er auðvitað bæjarstjóri með langan feril að baki og býður fram þá reynslu. Mikið er talað um framboð hans meðal bæjarbúa og sitt sýnist væntanlega hverjum, eins og venjulega. Kristján Þór hefur greinilega lagt vel drög að framboði sínu og þar á greinilega ekki að stíga nein feilspor.

Þorvaldur Ingvarsson Þorvaldur Ingvarsson hefur ennfremur ákveðið opnun heimasíðu og kosningaskrifstofu. Mun hann vera með kosningaskrifstofu í Kaupvangsstræti, við hliðina á Café Karólínu. Ætlar hann að vera með vef sinn á slóðinni valdi.is. Þorvaldur virðist leggja mikla elju og kraft í verkefnið. Er greinilegt að bæði leiðtogaefnin ætla að leggja mikla peninga í verkefnið og allan kraft sinn, enda eftir miklu að sækjast. Þetta er eðlilegur metnaður hjá öflugum mönnum.

Flestir bíða nú eftir því hvað Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, hyggst fyrir og hvernig hún mun kynna leiðtogaframboð sitt. Arnbjörg ætti að hafa mikið forskot á þessa menn, enda er hún þingflokksformaður og var alþingismaður 1995-2003 fyrir Austurlandið og frá 2004 fyrir Norðausturkjördæmi. Fyrirfram ætti hún því að hafa gríðarlegt start í prófkjörsbaráttunni sinni.

Væntanlega stefnir Arnbjörg að opnun heimasíðu og kosningaskrifstofu, en ég hef ekki mikið heyrt af því allavega. En greinilegt er að þetta verður mikill Akureyrarslagur milli Kristjáns Þórs og Þorvaldar - það stefnir altént mjög í það og það verður fróðlegt með að fylgjast, segi ég og skrifa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband