Stefnir í góð bókajól

BækurÉg er mikill bókamaður - les mikið og hef virkilega gaman af því. Er einn af þeim sem er ástríðumaður á góðar bækur. Það eru góðir tímar framundan hjá okkur bókafólkinu þessar vikurnar sem framundan eru, enda er jólabókaflóðið að skella á okkur af miklum krafti. Þetta er gósentíð fyrir fólk eins og mig, enda margt vel þess virði að lesa og rýna í. Ég ætla mér svo sannarlega að lesa mikið á aðventunni og njóta góðra bókmennta.

Þegar að ég var formaður flokksfélags hér í bæ og í flokksstarfinu almennt af meiri þunga en nú er voru miklar annir í aðdraganda jólanna af ýmsu tagi. Það er sérlega gott að vera laus við þessar skyldur þessar vikurnar, alla kvöldfundina og tengd stúss, sérstaklega í aðdraganda prófkjörs og geta eytt meiri tíma frekar í blogg, bókalestur og kvikmyndagláp. Þetta eru ástríður í mínum augum, enda hef ég gaman af að skrifa, sjá góðar myndir og lesa áhugaverðar bækur.

Nú þessa dagana er ég að lesa að nýju Röddina eftir Arnald Indriðason, en ég hef ekki lesið hana í nokkur ár. Þetta er meistaralega rituð bók. Svo er ég að stefna að því að rifja upp í rólegheitum Kleifarvatn aftur, eina mest seldu bók Íslandssögunnar, annað meistaraverk Arnaldar. Svo fer maður að rýna í meira. Ég er fastagestur á bókasafninu, svo að alltaf er eitthvað skemmtilegt þar að finna til að lesa. Svo er eiginlega kominn tími á að lesa aftur nokkrar bækur fyrri ára, t.d. hef ég áhuga á að lesa aftur ævisögur Laxness eftir Hannes Hólmstein.

Það er alltaf nóg til að lesa - áhugaverðir tímar svo sannarlega framundan í jólabókaflóðinu.


mbl.is Fleiri bækur í boði fyrir þessi jól en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband