Framboð Sigurjóns

Sigurjón Benediktsson er búinn að gefa kost á sér til þingframboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér í kjördæminu. Mér líst mjög vel á það og er staðráðinn í að styðja hann í prófkjörinu þann 25. nóvember nk. Vil þakka honum fyrir góð komment hér í gestabókina mína nýlega. Sigurjón er tengdasonur Herdísar Þorvaldsdóttur, leikkonu, en hún er víst nokkuð skyld mér eftir því sem Íslendingabók segir mér. Þannig að ég er víst skyldur meistara Hrafni, sem gerði eðalmyndina Hrafninn flýgur.

Sigurjón hefur aldrei verið feiminn að segja sínar skoðanir og vakti athygli þegar að hann gaf kost á sér gegn Halldóri Blöndal í fyrsta sætið á kjördæmisþingi í aðdraganda kosninganna 1999. Þá var líf og fjör svo sannarlega. Sigurjón er maður sem hefur unnið vel í kjördæmastarfinu og nauðsynlegt að hafa hann með á lista að vori. Alltaf nauðsynlegt að hafa öfluga menn með skoðanir! Ég vona að hann fái góða útkomu í prófkjörinu.


mbl.is Sækist eftir þingsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Já, svo heitir hann líka Sigurjón!  <Ljómar upp>

Sigurjón, 1.11.2006 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband