Alvarlegar ásakanir í kjölfar prófkjörs

Guðlaugur Þór Það var mjög athyglisvert að sjá viðtalið við Gísla Frey Valdórsson í gærkvöldi í Kastljósi Sjónvarpsins. Þar komu fram mjög alvarlegar ásakanir á Guðlaug Þór Þórðarson, alþingismann, sem lenti í öðru sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi, þess efnis að hann hefði auk eins annars frambjóðanda haft aðgang að betur uppfærðu félagatali Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjörsslagnum og haft betri númer og uppsetningu en öðrum frambjóðendum sem gáfu kost á sér var boðið upp á.

Mikið hefur verið rætt og ritað síðustu daga um nafnlaust bréf sem sent var til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, Andra Óttarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Magnúsar L. Sveinssonar, formanns Varðar, þar sem sömu ásakanir komu fram. Það vekur athygli að umræðan sé nú komin á þetta stig og það gefur því meiri vigt og þunga að nafn og persóna sé þar á bakvið en var áður óneitanlega. Þetta er afleitt mál að öllu leyti í umræðunni, bæði fyrir flokksmenn um allt land og ekki síður þá sem eru í borginni.

Það er hiklaust mitt mat á þessu máli að það sé í senn gríðarlega mikilvægt og nauðsynlegt fyrir Guðlaug Þór Þórðarson að þetta mál verði leitt til lykta með þeim hætti að trúverðugleiki hans sem kjördæmaleiðtoga innan flokksins bíði ekki mikinn og varanlegan hnekki af. Það er að mínu mati ekki hægt að leiða mál til lykta með neinum öðrum hætti en þetta verði rannsakað til fulls og það af hlutlausum aðilum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband