Hlutur sveitarfélaganna í Landsvirkjun seldur

Kristján Þór, Árni, Jón og Vilhjálmur Ríkið hefur nú formlega keypt eignarhluti Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun, eftir nokkurra ára samningaviðræður ríkis og sveitarfélaganna. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, skrifuðu undir kaupsamninga í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Það eru viss tímamót, og það gleðileg, að loksins hafi samningar nást og verið skrifað undir samninga.

Þetta hefur lengi verið í umræðunni og margoft munað litlu að saman næðist um samkomulag sem öllum aðilum líkaði. Ekki var hægt að skrifa undir viljayfirlýsingu í lok nóvember 2004 eins og að var stefnt fyrir starfslok Þórólfs Árnasonar, þáv. borgarstjóra, vegna ólgu innan R-listans. Bakland hans, sem var brostið áður, var ekki til staðar í þessu máli þá. Í febrúar 2005 undirrituðu Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir, Kristján Þór og Steinunn Valdís, þáv. borgarstjóri, svo loks viljayfirlýsinguna um kaup ríkisins. Þá ritaði ég þessa grein á vefritið íhald.is um málið og fór yfir stöðu þess.

Vinstri grænir stöðvuðu þetta alltaf innan R-listans skilst manni, en viðræður ríkisins við borgina og Akureyrarbæ hófust í valdatíð R-listans og þar var deilt um afstöðu til málsins margoft á bakvið tjöldin og Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn náðu málinu aldrei í gegn undir verkstjórn Steinunnar Valdísar og Þórólfs á síðasta kjörtímabili. Það er gott að þetta er komið á hreint, enda lengi verið í umræðunni. Nú fer þetta fyrir borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Akureyrar og þingið.

mbl.is Helmingshlutur í Landsvirkjun seldur á 30,25 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband