Samfylking og Framsókn missa fylgi

Gallup Það vekur mikla athygli að sjá nýjustu könnun Gallups á fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst um tvö prósentustig og mælist 43% á meðan að fylgi Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar minnkar. Framsókn mælist nú með aðeins 8% fylgi, sem mun vera það minnsta sem hefur mælst hjá Gallup fram til þessa, eða mér telst svo til allavega.

Samfylkingin mælist með 25% og minnkar um tvö prósentustig milli mánaða og missir því fylgisaukninguna sem hún náði í síðustu mánaðarkönnun. Fylgi Vinstri grænna mælist nú 20% og Frjálslyndi flokkurinn er með 4%. Fylgi ríkisstjórnarinnar eykst milli mánaða, en það er nú 53% í stað 52% fyrir mánuði. Stjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 51% fylgi og þingmeirihluta, þrátt fyrir lakt gengi Framsóknar, enda er staða Sjálfstæðisflokksins sterk.

Í greiningu Gallups á könnuninni segir orðrétt: "Eftir kjördæmum skiptist fylgið þannig að Framsóknarflokkurinn hefur minnst fylgi í Reykjavíkurkjördæmi suður, eða 3%, en mest í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum, með 16% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist minnst með 35% fylgi í Norðvesturkjördæmi og mest fylgi í Suðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn nýtur stuðnings helmings kjósenda.

Frjálslyndir fá minnst fylgi í Norðausturkjördæmi, eða 2%, og mest í Norðvesturkjördæmi eða 6%. Samfylkingin hefur mest fylgi í Suðurkjördæmi, 28%, en minnst í Reykjavík suður með 23%. Þar eru Vinstri grænir stærri, með 25% fylgi en minnst fylgi fær flokkurinn í Suðurkjördæmi eða 16%."

Þetta eru merkilegar vísbendingar, sérstaklega er athyglisvert hvað Vinstri grænir eru að styrkjast um allt á kostnað Framsóknar og Samfylkingar, enda er VG komið upp að Samfylkingunni um nær allt land. Svo er greinilegt á öllu að staða Framsóknarflokksins er gríðarlega erfið í öllum kjördæmum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband