Gott viðtal við Grazynu Maríu

Grazyna María OkuniewskaPólski hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska telst einn af táknrænu sigurvegurum prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi. Hún varð vissulega ekki í efstu sætunum, en það má þó telja að margir hafi orðið nokkuð hissa að hún skyldi verða í tólfta sætinu í prófkjörinu og vera nærri því að fá bindandi kosningu. Hún verður í baráttusæti, sjötta sætinu, í öðru Reykjavíkurkjördæmanna að vori. Skv. skoðanakönnunum núna á hún möguleika á þingsæti.

Í Íslandi í dag í kvöld ræddi Sölvi Tryggvason við Grazynu Maríu í góðu viðtali og fór yfir málin með henni, t.d. úrslit prófkjörsins og verkefnin framundan. Það er ekki hægt að segja annað en að hún komi virkilega vel fyrir og það hlýtur að teljast sterkur leikur hjá sjálfstæðismönnum að velja hana í baráttusæti á framboðslista og tryggja henni góða kosningu. Ég er sannfærður um það að hún verður öflugur liðsmaður í kosningabaráttunni hjá flokknum í borginni að vori.

Grazyna María þótti ná góðum árangri, þrátt fyrir að vera ekki með standandi kaffi og kruðerí allan daginn á kosningaskrifstofu, auglýsa lítið, vera ekki með dýra vefsíðu og hringja út og suður. Hún var t.d. bara með einfalda og ósköp venjulega blogspot-kosningavefsíðu.

Fari svo að hún kæmist á þing yrði hún fyrsti innflytjandinn sem tæki sæti á Alþingi Íslendinga. Hvernig sem fer má telja öruggt að hún fari á þing á næsta kjörtímabili, í versta falli sem varaþingmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband