Allt á suðupunkti við Rauðavatn

Grjóti kastað í lögreglumann Þvílíkt drama er þetta við Rauðavatn. Allt á suðupunkti, bílstjórar leggja allt undir fyrir baráttuna og löggan er með allan viðbúnað og gasaði mótmælendur. Er frekar súrrealískt að sjá lögreglumenn öskra Gas! Gas! Gas! og gasa liðið beint í andlitið. Steinum er kastað, lögga fær einn í hausinn og einn mótmælandinn er eltur uppi og barinn í klessu.

Ekki skrítið að fólk líki þessu helst við bandaríska hasarmynd. Ekki nema von að því sé velt fyrir sér hvað gerist eiginlega næst. Getur þetta orðið dramatískara og hvassara en hasarinn við Rauðavatn í morgun? Sá viðtal við einn bílstjóra áðan sem var að hóta því að næst myndu bílstjórar láta hlöss vaða fyrir utan opinberar byggingar og daðraði við stóra stoppið.

Haldi mótmælin áfram má búast við að það verði stál í stál og hart mæti hörðu. Óttast það mest að þetta verði einmitt svona, grjóti verði kastað og fólk verði bara gasað. Löggan muni beita öllu sínu. Finnst það afleitt að mótmælendur láti grjót vaða í lögreglumenn sem eru að vinna sitt verk. Hafði í upphafi samúð með mótmælendunum en það hefur verið að gufa upp, eins og ég rakti hérna fyrr í morgun. Löggan nýtir sín úrræði, hversu umdeilt sem það annars má vera.

Ætli það verði ekki pottþéttur endir á þessum degi annars að setja ekta bandaríska hasarmynd í DVD-spilarann?

mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er óttalega lágkúrulegt að tengja þessar fréttir amerískum afþreyingariðnaði. Þetta er misbeiting valds í sinni hreinustu mynd.

Eru þetta hryðjuverkamennirnir sem Björn Bjarnason þarf að mæta með draumahernum sínum? 

Sigurður Ingi Jónsson, 23.4.2008 kl. 13:38

2 identicon

Þetta eru sorglegar fréttir frá Rauðavatni í morgun.

Ég er miður mín. Ganga mótmælendur virkilega svo langt að beita ofbeldi gagnvart laganna vörðum. Eftir að svo er komið missir málstaður vörubílstjóra gildi sitt og þeir geta ekki leyft sér neitt annað en stöðva þau þegar í stað. Það er eina vitið í þeirri stöðu sem mótmælin eru komin í.

Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:39

3 identicon

Alvarlegt dómgreindarleysi að henda svo stórum steini í átt að fólki,,Slíkt er glæpur,,Þarna ríkir mikil reiði , sem er endurspeglun getuleysis og hroka sem virðist alsráðandi hjá pólitískum ráðamönnum,, geta þeirra er óaðfinnanleg hvað varðar eiginhagsmuni og sjálfsskömmtun,,enn á vígvellinum eru þeir ráðalausir með öllu,,Slæmt að vita til þess að almúginn þurfi að berast á banaspjótum,,meðan þeir sækja veislur víðsvegar um heiminn,,Þarna er átt við Ráðherra og bankastjóra annarsvegar sem hina veisluglöðu,, Enn lögreglu og bifreiðastjóra hins vegar,,

bimbó (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband