Mótmælin komin út í algjöra vitleysu

Frá mótmælum Get ekki betur séð en að mótmæli bílstjóranna séu komin út í tóma vitleysu, stjórnlaust rugl. Hefur snúist upp í hálfgerð skrílslæti nú eftir hádegið þar sem framhaldsskólanemendur leika lykilhlutverk við að kasta eggjum í lögreglumenn, koma í búningum til að vekja á sér athygli. Svolítið sérstakt að sjá þetta í netútsendingu rúv.is.

Held að þetta styrki ekki mótmæli bílstjóranna, eða hvað sem á orðið að kalla þetta. Er eiginlega að fara út í bláinn, enda flokkast þetta varla undir mótmæli bílstjóra og er orðið eitthvað allt annað, skrílslæti kannski eftir gasið í morgun og að einhverjir vilji vekja á sér athygli við að tala málstað sem er eitthvað orðinn útþynntur á vettvangi.

Fannst þetta verða fyndnast þegar að nemendur úr Iðnskólanum í Hafnarfirði komu í búningum frá tímum þýska þriðja ríkisins, voru að dimmitera og notuðu tækifærið til að mæta. En kannski varð þetta rugl súrrealískast þá. Get ekki séð að einhver heildstæður bragur sé á þessum mótmælum og þetta sé orðið eitthvað flipp bara.

mbl.is Eggjakast og nasistabúningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Þarna er að ég held bara að brjótast út uppsafnaður endalaus þreyta á yfirgangi og valdsleysu stjórnvalda. En þetta er samt sem áður ekki réttur grundvöllur...

Bara Steini, 23.4.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband