Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn Það var ánægjulegt að sjá skoðanakönnun Gallups í gær. Þar sést vel sterk staða Sjálfstæðisflokksins, nú nokkrum mánuðum fyrir alþingiskosningar. Það er öllum ljóst að kannanir sýna Sjálfstæðisflokkinn í uppsveiflu, meðan að Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin mega muna fífil sinn fegurri, enda missa þeir báðir mikið fylgi í könnunum síðustu mánaða, miðað við úrslit í þingkosningunum 2003.

Eftir síðustu kosningar höfðu Framsóknarflokkur og Samfylking 32 þingsæti og hefðu getað myndað saman ríkisstjórn. Össur Skarphéðinsson bauð Halldóri Ásgrímssyni forsæti í ríkisstjórn flokkanna, örskömmu eftir að fyrir lá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svokallað forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, hafði ekki náð inn á þing. Þrátt fyrir aftengingu hennar sem slíkrar kom ekki til samstarfs flokkanna. Nú mælast þessir flokkar samtals með 22 þingsæti. Mikið fall það.

Sjálfstæðisflokkurinn má vel við una, nú þegar að hann mælist með 27 þingsæti í könnun Gallups. Hann hefur minnst nú 35% fylgi í Norðvesturkjördæmi, en fer hæst í helmingsfylgi í Suðvesturkjördæmi. Þetta er sterk staða og ánægjuleg fyrir okkur - eftir langa og farsæla stjórnarforystu vilja landsmenn sterkan Sjálfstæðisflokk áfram við völd. Það eru mörg tækifæri fólgin fyrir okkur í þessari stöðu. Við verðum að nýta þau.

Hér í Norðausturkjördæmi mælumst við t.d. með yfir 35% fylgi. Við verðum nú að sækja þetta fylgi og tryggja að nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, kjörinn í prófkjörinu eftir þrjár vikur, verði fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis að morgni 13. maí 2007. Það er markmið okkar allra hér nú í kjördæminu. Að því mun ég altént vinna eftir því sem mér er unnt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Finnst þér landsmenn heimskir? Frekar slappur vitnisburður um landsmenn. Ég held að fólk hafi greind til að vega og meta hvað það kjósi. Það er alveg greinilegt á stöðu mála að landsmenn sjá ekki valkost í stjórnarandstöðunni. Þessi könnun og margar fleiri eru áfellisdómur yfir t.d. Samfylkingunni og hún virðist vera í mjög vondum málum. Ekki bætti greinilega hlerunarmálið fyrir þeim og sú atburðarás öll. Svo er greinilegt að það er mikil ólga innan Samfylkingarinnar vegna prófkjörsins í Norðvesturkjördæmi og t.d. var merkilegt að heyra ummæli formanns flokksins um úrslitin, sem munu t.d. hafa gert kandidatinn í öðru sætinu frekar illan.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.11.2006 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband