Tilnefningar til Edduverðlaunanna kynntar

Edduverðlaunin Tilnefningar til Edduverðlaunanna, íslensku sjónvarps- og kvikmyndaverðlaunanna, voru kynntar formlega í dag. Ég er mikill kvikmyndaáhugamaður og hef því sérstaklega gaman alltaf af kvikmyndaverðlaunum. Ég er einn þeirra sem bíð ár hvert eftir Óskarnum, tilnefningum og pælingum um þær með miklum áhuga, og met mikils allt andrúmsloftið í kringum spádóma um góðar kvikmyndir, leikframmistöður og tæknilegar hliðar hinnar flottu kvikmyndar. Ég bíð allavega spenntur eftir Óskarnum þann 5. mars.

Ég mun því fylgjast með Eddunni af áhuga. Sýnist stefnu í óvenju spennandi kapphlaup um ýmis verðlaun þetta árið. Tilnefndar sem bestu myndir eru t.d. Blóðbönd, Börn og Mýrin, allt toppkvikmyndir að mínu mati. Best þeirra er þó hiklaust Mýrin, eins og ég hef farið yfir hér á vefnum var það mynd sem algjörlega heillaði mig, gríðarlega vel gerð, leikin og með brill heildarramma. Fannst merkilegt að hvorki Theódór né Þórunn Magnea voru tilnefnd fyrir leik sinn í Mýrinni, svo var greinilega ekki munað eftir Ágústu Evu.

Finnst reyndar verulega hallærislegt hjá þeim sem sjá um verðlaunin að hafa saman frammistöður karla og kvenna í leikaraflokkunum í aðal- og aukahlutverki. Það er svona frekar dapurt að mínu mati og vert mikillar umhugsunar. En ég tel að þetta geti verið óvenjuspennandi núna. Sérstaklega finnst mér gleðiefni að Jón Ársæll er tilnefndur enn eitt árið fyrir Sjálfstætt fólk, en mér finnst sá þáttur bera af í íslensku sjónvarpi og hann fær væntanlega verðlaunin enn eitt árið, ef allt eðlilegt er.

Bendi annars á tilnefningarnar hér með.

mbl.is Börn með átta tilnefningar til Edduverðlaunanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband