Borgar Þór hættir við framboð í fjórða sætið í NV

Borgar1Borgar Þór Einarsson, formaður SUS, hefur nú ákveðið að hætta við framboð í fjórða sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Herdís Þórðardóttir á Akranesi, móðursystir Borgars Þórs, systir Ingu Jónu Þórðardóttur, fyrrum borgarfulltrúa og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, hefur ennfremur tilkynnt um framboð í sætið og bendir nú flest til þess að hún muni skipa sætið sem fulltrúi Skagamanna.

Uppstillingarnefnd vinnur nú að því að velja framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, en 16 manns hafa lagt fram nafn sitt í vinnuferlið við mótun listans. Allir þingmenn flokksins í kjördæminu; Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Einar Kristinn Guðfinsson, sjávarútvegsráðherra, og Einar Oddur Kristjánsson sækjast eftir endurkjöri og bendir flest til þess að þeir skipi þessi efstu sæti áfram.

Öllum er ljóst að konu þarf ofarlega á listann og hlýtur Herdís að standa þar vel að vígi, enda er mikilvægt að fulltrúi Akraness og þess svæðis sé ofarlega á lista. Þetta er drengileg ákvörðun hjá Borgari Þór, en hann sagði í kvöldfréttum útvarps að hann myndi hinsvegar taka því sæti sem kjörnefnd myndi velja hann til að skipa.

Það verður fróðlegt að sjá skipan framboðslistans í Norðvesturkjördæmi, en væntanlega mun listinn þar liggja fyrir vel fyrir jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband