James Bond snýr aftur á hvíta tjaldið

Daniel Craig007 - njósnari hennar hátignar, snýr bráðlega aftur í 21. myndinni - Casino Royale. Nú er Pierce Brosnan horfinn á braut og nýr leikari, Daniel Craig, verður bráðlega kynntur til sögunnar í hlutverkinu. Mér skilst að einhverjar breytingar séu í farvatninu í þessari mynd en margt haldi sér. Mikið hefur verið deilt um Daniel Craig sem James Bond og sitt sýnist hverjum, eins og ávallt. Mörgum finnst hann stílbrot í hlutverkið í langri sögu Bond-myndanna, en hann mun væntanlega koma með sinn stíl og eðlilegt er að breytt sé um nú.

Ég hef alla tíð verið gríðarlegur Bond-aðdáandi. Ég á allar myndirnar 20 sem gerðar hafa verið og er fíkill í spennu og hasar myndanna. Hraðskreiðir bílar, stórhættuleg og seiðandi glæpakvendi, banvænir bardagasnillingar og forríkir glæpamenn eru auðvitað stór þáttur í hverri Bond-mynd og við viljum auðvitað engar drastískar breytingar frá þessum höfuðreglum. James Bond, þarf varla að kynna fyrir nokkru mannsbarni. Í fjóra áratugi hefur þessi lífseigi kvennabósi skemmt bíógestum um allan heim með hnyttnum tilsvörum og fáguðu skopskyni.

Það jafnast sjaldan neitt á við það að fá sér popp og kók og hverfa inn í hugarheim sagnanna. Uppáhaldið mitt í þessum myndaflokki er og hefur alla tíð verið Goldfinger frá árinu 1964. Þvílík dúndurmynd, alveg klassi. Sean Connery er og hefur alla tíð verið minn uppáhaldsBond og sá sem bæði skapaði hlutverkið á hvíta tjaldinu og markaði fyrstu og mikilvægustu sporin í hlutverkinu. Annars hlakka ég svo sannarlega til að sjá nýjustu myndina. Ég held að fullyrða megi að ég verði einn af þeim fyrstu sem skelli sér á hana hér. Enda held ég að þessi skothelda blanda af spennu, hasar og gríni klikki aldrei.

Annars gæti svo sannarlega vel verið að maður rifji upp Bond-taktana í kvöld og skelli góðri Bond-mynd í tækið. Það er alltof langt síðan að ég hef einmitt horft á uppáhaldsmyndirnar mínar í seríunni; Goldfinger og The Spy Who Loved Me (með Roger Moore). Þessar myndir klikka svo sannarlega aldrei. Hver er annars uppáhaldsmyndin þín? Hafirðu skoðun á því, láttu endilega í þér heyra hér!

mbl.is Craig sár og reiður vegna persónulegra aðdróttana í sinn garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallbjörn Sigurður Guðjónsson

Mínar eru View to a Kill með Roger Moore & Christopher Walken og Goldeneye með Brosnan

Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, 3.11.2006 kl. 14:24

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Flottar myndir. Goldeneye er náttúrulega alveg dúndur og langbesta Bond-mynd Pierce Brosnan. Eðalspenna. En mér fannst Moore orðinn alveg skelfilega gamall fyrir hlutverkið í A View to a Kill, en þetta er þrusumynd sem alltaf er gaman af svo sannarlega. Íslensk jöklastemmning, topplag með Duran Duran og svo auðvitað Walken í toppformi sem skúrkurinn Zorin. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.11.2006 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband