Hasar á Lækjartorgi - bjórsala stöðvuð

CarlsbergHasar var á Lækjartorgi í dag þegar að bjórsala Frjálshyggjufélagsins var stöðvuð þar. Voru liðsmenn félagsins handteknir þegar þeir reyndu að selja bjórinn á svæðinu. Vildu þeir með þessu mótmæla einkasölu ríkisins á áfengi. Þeir vilja að hver sem er geti flutt inn og selt áfengi og selt í almennar verslanir, ef svo ber undir fyrir einkaaðila. Mótmælin fengu því frekar drastískan endi.

Mun Sölvi Tryggvason, fréttamaður NFS, hafa keypt fyrsta bjórinn af frjálshyggjumönnum. Var sá bjór gerður upptækur og lögregla gerði Sölva grein fyrir því að hann yrði kallaður sem vitni í málinu. Þetta eru harkaleg viðbrögð. Svosem eitthvað sem búist var við, en samt ansi drastískt. Fyrir nokkrum árum reyndu Heimdellingar að selja bjór á Ingólfstorgi og fékk það svipaðan endi en þetta virðist mun harkalegra en það var.

Ég styð málstað frjálshyggjumanna og tel rétt að stokka hlutina upp. Hvort rétt hafi verið að reyna að selja bjór með þessum hætti má eflaust deila víða um. Ég vil allavega að sala ríkisins á áfengi verði afnumin og einkaaðilar fái rétt til að selja áfengi. Þetta er partur af liðnum tímum og með ólíkindum að því hafi ekki enn verið breytt.


mbl.is Komið í veg fyrir sölu á áfengi á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einokunarverslun ríkissins er alls ekki í takt við tímann og óréttanleg. Þessi stefna er ómöguleg og skaðar almennan markað.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 15:30

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Algjörlega sammála. Þetta er eitthvað sem þarf að breyta. Breytinga er svo sannarlega orðið þörf í þessum efnum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.11.2006 kl. 15:35

3 identicon

Þetta fór afar friðsamlega fram, bara svo það komi fram. Og nú reynir á þingmenn að berjast fyrir þessu.

JJ (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 16:40

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll

Gott að þetta fór vel fram. Fannst þetta svolítið hasarlegt í framsetningu víða, en sá svo myndbrotið áðan á mbl.is og þar var lítill ófriður. En ég tek undir það með þér að breytinga er þörf, eins og vel kom fram í skrifunum, og ég styð þetta sjónarmið heilshugar og skil vel baráttuandann í þeim sem voru að mótmæla. Takk fyrir kommentið allavega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.11.2006 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband