Prófkjörsskrifstofur opna á Akureyri

Kristján Þór Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, og Þorvaldur Ingvarsson, læknir, sem báðir sækjast eftir fyrsta sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi að vori opnuðu í dag prófkjörsskrifstofur sínar í miðbænum á sama tíma, kl. 17:00. Fór ég við opnun beggja kosningaskrifstofanna og hitti þar gott fólk og ræddi pólitík og stöðu mála við fólk og frambjóðendurna. Það var ánægjulegt og gott spjall

Ég fagna þeim mikla krafti sem Kristján Þór og Þorvaldur leggja í baráttu sína. Þetta eru öflugir menn sem hafa metnað til verkanna og sýna það og sanna með því að opna heimasíður og kosningaskrifstofu. Ég hef ekki farið leynt með það að ég vil að Akureyringar fái öfluga málsvara á þing í komandi kosningum og ég mun styðja Akureyringa til þingmennsku og forystu á framboðslistanum að vori. Við öll hér hljótum að vilja okkar fulltrúa til verka og við vinnum að því að krafti. Við þurfum að koma okkar málum vel á dagskrá. Það er lykilatriði, tel ég allavega.

Þorvaldur Það stefnir í líflegar og spennandi kosningar. Skv. nýjustu könnunum er ljóst að við höfum stöðu til að geta fengið fjóra þingmenn og þar með leiðtogastól kjördæmisins. Það er ekki efi í huga mér að við munum berjast til sigurs í maí og til þess að nýr leiðtogi okkar sem kjörinn verður í prófkjörinu í lok mánaðarins verði fyrsti þingmaður kjördæmisins.

Kannanir sýna okkur að það er staða mála í dag - við berjumst að því öll sem eitt að það vinnist í maí af miklum krafti. Ég mun því í prófkjörinu eftir þrjár vikur horfa til allra svæða og finna frambjóðendum á þeim svæðum stað á mínum lista. En ég mun styðja Akureyring til forystu á framboðslistanum. Það er einfalt mál í mínum huga og afgerandi alveg.

Á morgun mun kosningaskrifstofa Ólafar Nordal svo opna hér á Akureyri. Hún hefur ráðið Ragnar Sigurðsson, eftirmann minn á formannsstóli Varðar, sem kosningastjóra sinn hér á Akureyri og ég mun líta til þeirra á morgun. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig henni gengur í sínum slag.

Ég fagna því allavega fyrst og fremst að frambjóðendur opna hér skrifstofu og kynni með því sjálft sig og stefnumál sín af krafti fyrir okkur. Það er vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband