Kvöldgestir Jónasar í 25 ár

Jónas Jónasson Í vikunni voru liđin 25 ár frá ţví ađ útvarpsmađurinn Jónas Jónasson byrjađi međ spjallţćtti sína Kvöldgesti á Rás 1. Á ţessum tíma hefur ţátturinn öđlast sess sem einn vinsćlasti útvarpsţáttur landsins og Jónas markađ sér sess í sögu íslensks útvarps međ stíl sínum og takti í ţćttinum. Ég viđurkenni fúslega ađ ég hlusta mjög oft á ţćttina og met ţá mikils. Oft sest ég niđur seint á föstudagskvöldi og hlusta á, ef ég missi af hlusta ég á ţá á ruv.is.

Ţađ eiga allir sína sögu ađ baki og koma úr ólíkum áttum. Jónas hefur byggt sér upp ţann merka stíl ađ geta kafađ ofan í sál viđmćlandans og opna hana fyrir landsmönnum. Međ sínum takti hefur Jónasi enda tekist ađ fá gestina sína til ađ tjá sig á einlćgan og skemmtilegan hátt um lífiđ og tilveruna. Oft er skemmtilegast ađ hlusta á viđtöl viđ fólk sem er međ öllu óţekkt en Jónas hefur fengiđ til sín ţingmenn, verkamenn og allt ţar á milli í rauninni. Ţeir eru mjög ólíkir en segja sína sögu í rólegheitum međ manni sem kann ađ finna taktinn í samskiptum viđ ţá og jafnvel sýna okkur ađra hliđ á ţeim.

Í vikunni var Jónas gestur í morgunţćtti Gests Einars og Hrafnhildar á Rás 2 og rćddu um ţáttinn og vinnuna á bakviđ hann í góđu viđtali. Fyrsti gestur Jónasar í fyrsta ţćttinum ţann 30. október 1981 var sr. Auđur Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsta konan í prestsembćtti hérlendis. Í kvöld rćddi hann aftur viđ Auđi Eir 25 árum síđar. Hlustađi á viđtaliđ sem var innihaldsríkt og gott, eins og venjulega. Vil óska Jónasi til hamingju međ afmćli ţáttanna og vona ađ hann verđi lengi ađ enn, ţó aldurinn fćrist vissulega yfir hann, eins og alla ađra.

Ţess má ađ lokum geta ađ Jónas samdi fallegasta lagiđ sem Hljómsveit Ingimars Eydals flutti á öllum sínum glćsilega ferli, Vor í Vaglaskógi. Algjör perla, allavega í huga okkar norđanmanna.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband