Brosað með Baggalút

Baggalútur Fastur liður í vefrúntinum á hverjum degi er hinn óborganlegi vefur félaganna á Baggalút. Stórskemmtilegur og flottur vefur með góðu gríni. Allavega hentar hann vel mínum húmor. Finnst þeir félagar þar algjörir snillingar. Lög þeirra hafa létt mörgum lundina. Á hverju ári bíðum við svo eftir sykursætu aðventulagi vefsins og vel rokkuðu jólalaginu.

Finnst plöturnar þeirra virkilega góðar. Sú fyrri: Pabbi þarf að vinna..., var með flottum lögum og góðum húmor, eins og þeirra er von og vísa. Sérlega eru flott þar titillagið og svo auðvitað Settu brennivín í mjólkurglasið vina.... Alveg eðall. Platan þeirra í sumar: Aparnir í Eden, er ekki síðri og t.d. er lagið Allt fyrir mig með Bo Hall rosalega gott og grípandi. Textinn stuðaði suma, en hann er nettur og hress að hætti Baggalútsmanna.

Á fimmtudagskvöldið horfði ég á fínan skemmtiþátt Hemma Gunn á Stöð 2. Þar var frumflutt enn eitt úrvalslagið með Baggalút. Það heitir einfaldlega: Brostu! Fannst þetta grípandi og gott lag, eins og mörg hin lögin. Það passar allavega vel við núna um háveturinn. Það jafnast enda einfaldlega ekkert á við að brosa. Eitt bros getur enda dimmu í dagsljós breytt, eins og skáldið sagði. :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Páll Þórðarson

Þeir mega eiga það blessaðir að þeir hafa skemmtilega létt geggjaðan húmor. Ég og Baldur Hannes frændi þinn hittum þá í fyrra á Græna Hattinum á Akureyri og þeir voru stórskemmtilegir. 

Steingrímur Páll Þórðarson, 4.11.2006 kl. 16:11

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þeir eru með alveg frábæran húmor. Vefurinn þeirra og lögin eru snilldin ein. Mjög gaman að fara á ball hjá þeim. Fór einu sinni á ball hjá þeim á NASA og það var virkilega flott. Plöturnar þeirra eru allavega frábærar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.11.2006 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband