Kristján, Einar Már og Lára efst hjá Samfó í NA

Samfylkingin Talning stendur nú yfir í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Nú hafa verið talin 500 atkvæði af þeim 1878 (66,3% kjörsókn) sem bárust í póstkosningunni. Skv. fyrstu tölum eru Kristján L. Möller, alþingismaður, Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, og Lára Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, í efstu sætum og virðast hafa hlotið öflugt umboð til forystuverka og virðist Kristján hafa um 70% atkvæða í fyrsta sætið í þessum fyrstu tölum.

Það verður fróðlegt að sjá hver sigrar prófkjörið, en fjögur sóttust eftir því að leiða listann; þau Kristján, Benedikt, Ragnheiður Jónsdóttir og Örlygur Hnefill Jónsson, þau tvö síðarnefndu sóttust eftir 1. - 3. sæti en Kristján og Benedikt aðeins eftir leiðtogastólnum. Kristján leiddi Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi í síðustu þingkosningum og í Norðurlandskjördæmi vestra í kosningunum 1999 og hefur setið á þingi alla tíð síðan.

Það verður væntanlega fylgst með því hvernig fer í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn hlaut þar tvo þingmenn kjörna í þingkosningunum 2003, en munaði litlu að Lára Stefánsdóttir kæmist inn á þing úr þriðja sætinu. Ef marka má fyrstu tölur stefnir í að óbreytt röð verði í þrem efstu sætum framboðslistans frá síðustu þingkosningum.

Viðbót - kl. 18:40

Þegar 1200 atkvæði hafa verið talin í prófkjörinu er staðan óbreytt á röð þriggja efstu og stefnir í að úrslitin verði með þessum hætti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband