Þrumufleygur hjá Scholes - tjallaslagur í Moskvu

Scholes fagnar stórglæsilegu marki Var alveg stórglæsilegt að sjá Manchester United slá út Barcelona í Evrópubikarnum á heimavelli á Old Trafford í kvöld og komast í úrslitaleikinn í fyrsta skiptið frá því að þeir unnu bikarinn fyrir áratug. Markið hans Scholes var auðvitað algjör þrumufleygur, sannkölluð snilld og unun á að horfa. 

Nú er ljóst að í fyrsta skiptið í sögu Evrópukeppninnar munu tvö bresk knattspyrnulið berjast um bikarinn. Á morgun ræðst hvort Liverpool eða Chelsea mæta Man Utd. Megi betra liðið sigra. Vona auðvitað að Liverpool nái að sigra, enda gaman að fá slag þessara tveggja stórvelda, sem hafa eldað grátt silfur í gegnum tíðina, um Evrópubikarinn.

Held að fáir hefðu veðjað á í upphafi keppninnar í vetur að það yrði tjallaslagur í Moskvu í maímánuði. Allavega sögulegur og vonandi fínn leikur framundan, hvernig sem fer á morgun. Allt topplið. Ef Chelsea vinnur á morgun er auðvitað framundan skemmtileg rimma milli liðanna um bæði titilinn heima og í Evrópu.

mbl.is Scholes skaut Man Utd til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband