Obama afneitar öfgaklerkinum - skaðinn er skeður

Barack Obama Mér fannst það algjör aumingjaskapur hjá Barack Obama að afneita ekki öfgaklerkinum sínum, Jeremiah Wright, þegar að upp komst um boðskap hans og hann gat fjarlægt sig honum. Nú er sá tímapunktur kominn að klerkurinn er að leggja framboðið í rúst með yfirlýsingum sínum. Seint og um síðir hefur Obama nú vísað klerkinum úr sínu lífi og reynir að aftengja þann skaða sem orðið hefur. Tel að einum of seint sé að afneita honum núna. Skaðinn er skeður.

Stóri vandi Obama nú er einmitt sá að klerkurinn er stjórnlaus og lætur sömu öfgarnar, trúar- og kynþáttaöfgar, flakka í viðtölum og predikunum æ ofan í æ. Í hvert skipti sem klerkurinn talar úr þessu vita allir að Obama sneri ekki baki við honum í upphafi - hann virti klerkinn og dáði, mætti auk þess með konu og börn í messur til hans.

Erfitt er að aftengja þennan skaða með sóma nú, enda virkar eins og Obama vilji fara auðveldu leiðina út í megaklúðri, og klippa á þessa tengingu, eftir að hafa náð góðu tækifæri til að gera það áður. Lykiltækifærið til þess gafst þegar að predikanir hans láku á netið og vitnað var í boðskapinn. Í staðinn hélt Obama ræðu og reyndi að afsaka klerkinn.

Yfirlýsingar klerksins eru skaðlegar og tengingin við hann er mjög eldfim. Enn hefur Obama ekki náð útnefningunni og honum hefur mistekist að heilla alþýðufylkingarnar í flokknum, sem hefur hallað sér að Hillary. Þetta er pólitískt stórslys fyrir Obama á viðkvæmum tímapunkti og spurt hversu mikill skaðinn muni verða er á hólminn kemur.

Kannanir sýna nú að Obama er að missa flugið. Hillary hefur styrkt stöðu sína síðustu þrjár vikurnar og aukið fylgi sitt í lykilfylkjum og á landsvísu. Þau eru nú jöfn í landskönnunum. Alvarlegustu tíðindin fyrir Obama er að Hillary hefur nú meiri möguleika á að sigra McCain samkvæmt nýjustu könnunum.

Fjölmargir ofurfulltrúar hafa ekki enn tekið afstöðu til forsetaefnanna í þessu langvinna einvígi. Þeir munu ráða úrslitum í útnefningaslagnum, enda ljóst fyrir nokkru að enginn sigurvegari verður í forkosningaferlinu. Þar verður horft til þess hverjir geti sigrað lykilfylkin og náð til alþýðufólksins.

Obama hefur gert mikil mistök síðustu vikurnar. Hefði allt verið með felldu hefði hann náð útnefningunni áður en hefur sjálfur skemmt fyrir sér. Með fulla vasa fjár hefur honum mistekist að tryggja sér útnefninguna traust og afgerandi. Ástæður þess verða sífellt augljósari.

mbl.is Obama snýr baki við prestinum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Málið er ekki alveg jafn einfalt og þú gefur í skyn. Ég vitna í grein á heimasíðu Michael Moore um kosningabaráttuna með leyfi forseta:

"Finally, I want to say a word about the basic decency I have seen in Mr. Obama. Mrs. Clinton continues to throw the Rev. Wright up in his face as part of her mission to keep stoking the fears of White America. Every time she does this I shout at the TV, "Say it, Obama! Say that when she and her husband were having marital difficulties regarding Monica Lewinsky, who did she and Bill bring to the White House for 'spiritual counseling?' THE REVEREND JEREMIAH WRIGHT!"

But no, Obama won't throw that at her. It wouldn't be right. It wouldn't be decent. She's been through enough hurt. And so he remains silent and takes the mud she throws in his face."

Ár & síð, 30.4.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Ár & síð

Afsakaðu, ég gleymdi að geta nafs á Ár&síð, Matthías.

Ár & síð, 30.4.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Matthías

Þetta er í sjálfu sér einfalt mál. Obama er stórlega skaddaður eftir yfirlýsingar Wright. Hann kom þeim sjálfum á framfæri og flaggaði sérstaklega tengslunum við Obama í leiðinni. Þetta er skelfilega vont mál fyrir Obama sem hefur byggt sig upp sem frambjóðanda vonar og betri tíðar, þar sem kynþáttur skiptir engu máli. Þarna er hatur og öfgar boðaðar frá fjölskylduklerki Obama, sem hann hefur þekkt í tvo áratugi.

Það gæti farið svo að Wright hafi á einum klukkutíma eyðilagt vonir Obama á Hvíta húsinu, valdið honum meiri skaða en allir keppinautar hans til samans í fimmtán mánaða kosningabaráttu. Þetta er staðreynd mála. Einkum er þetta vont í ljósi þess að öfgarnar verði það miklar og afgerandi í umræðunni að hvítt fólk kjósi ekki blökkumann vegna öfganna í klerkinum.

Þetta er stóra hættan. Nú hefur Hillary hlotið stuðning ríkisstjórans í Norður-Karólínu og kannanir sýna að Hillary er að vinna upp mikið forskot Obama. Hún hefur alþýðufólkið. Það hefur haldið lífi í baráttu hennar. Þetta fíaskó með Wright er vatn á myllu hennar, en mistökin eru hjá Wright og Obama að sverja hann ekki af sér fyrr. Það voru mikil mistök.

Sagði það þá og það hefur reynst vera mikilvægasta atriðið. Það verður Obama dýrkeypt að hafa ekki klárað þetta rugl þá þegar og fordæmt klerkinn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.4.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband