Leiðtogaeinvígi Gunnars og Þórunnar í kraganum

Samfylkingin Talning stendur nú yfir í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Spennandi einvígi virðist vera á milli Gunnars Svavarssonar og Þórunnar Sveinbjarnardóttur um leiðtogastól flokksins í kjördæminu. Lengi framan af kvöldi var Gunnar, sem er forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, efstur í prófkjörstalningunni en nú á ellefta tímanum náði Þórunn, sem verið hefur þingmaður Samfylkingarinnar á svæðinu frá árinu 1999, forystunni en naumlega þó. Munu nú um 40 atkvæði skilja þau að í baráttunni um forystuhlutverkið.

Í fyrstu tölum var Gunnar í fyrsta sæti, Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður úr Kópavogi, var í öðru sætinu, Þórunn í því þriðja, Árni Páll Árnason í því fjórða, Guðmundur Steingrímsson, Moggabloggari og sonur Steingríms Hermannssonar fyrrum forsætisráðherra, var í fimmta sætinu og Tryggvi Harðarson, fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í því sjötta. Á eftir komu þau Sonja B. Jónsdóttir og Jakob Frímann Magnússon. Valdimar Leó Friðriksson sem varð alþingismaður á miðju kjörtímabili er mjög neðarlega og orðið ljóst að hann hefur misst þingsæti sitt. Nú fyrir skömmu skaust Þórunn upp í fyrsta sætið en Gunnar niður í hið þriðja.

Það stefnir því í spennandi einvígi milli Gunnars og Þórunnar um forystuna. Fram að því sýndist stefna í það að breytingarnar á forystunni yrðu þær að nýjir fulltrúar Hafnarfjarðar og Kópavogs færu í forystuna. Efst í prófkjöri síðast voru Hafnfirðingurinn Guðmundur Árni og Kópavogsbúinn Rannveig Guðmunds, og í staðinn kæmu Gunnar, sem fulltrúi Hafnfirðinga til forystu, og Katrín, sem arftaki Rannveigar úr Kópavogi, og um leið myndi Þórunn sitja eftir fyrir neðan Katrínu, en Þórunn varð þriðja í síðasta prófkjöri en Katrín fjórða. En þetta verður greinilega jöfn og hressileg talning.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig henni lýkur að lokum um eða eftir miðnættið.

mbl.is Þórunn komin í 1. sæti Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband