5.11.2006 | 03:29
Gunnar sigrar í prófkjöri Samfó í Kraganum
Úrslit liggja nú fyrir í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, sigraði Þórunni Sveinbjarnardóttur, alþingismann, og verður leiðtogi Samfylkingarinnar í kjördæminu í stað Rannveigar Guðmundsdóttur, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hún hefur setið á þingi síðan 1989. Gunnar hefur ekki áður setið á þingi og er því nýliði í þessum efnum. Hann hlaut fyrsta sætið með 1376 atkvæðum. Aðeins munaði 46 atkvæðum á honum og Þórunni í fyrsta sætið.
Þórunn náði í öðrum tölum kvöldsins í prófkjörinu að skjótast upp í fyrsta sætið, en henni tókst ekki að halda forskotinu til enda. Auk þeirra tveggja sóttist Árni Páll Árnason, lögfræðingur, eftir fyrsta sætinu. Í öðru sæti í prófkjörinu varð Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, en hún varð í fjórða sæti í prófkjörinu fyrir alþingiskosningarnar 2003. Þórunn, sem setið hefur á þingi frá 1999, lenti í þriðja sætinu þrátt fyrir hetjulega baráttu um leiðtogastólinn. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir hana að ná ekki leiðtogastólnum, enda lítill munur, og að komast ekki ofar á listann en síðast. Þetta er nokkuð áfall fyrir konurnar í flokknum væntanlega.
Árni Páll varð í fjórða sætinu og kemur því nýr inn í forystusveit flokksins í kjördæminu. Þetta er fyrsta prófkjör Árna Páls, en hann var aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar í utanríkisráðherratíð hans og naut stuðnings hans í prófkjörinu til forystu. Í fimmta sætinu varð Guðmundur Steingrímsson, fjölmiðlamaður, en hann er virkur Moggabloggari hérna hjá okkur í þessu flotta samfélagi og er auk þess af merkum pólitískum ættum en faðir hans og afi, Steingrímur Hermannsson og Hermann Jónasson, voru báðir forsætisráðherrar og formenn Framsóknarflokksins. Það væri fróðlegt að vita hvort Steingrímur, sem nú er orðinn (h)eldri borgari í Garðabæ, hefði farið á kjörstað til að kjósa Guðmund.
Í sjötta sætinu varð Tryggvi Harðarson, fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og bæjarstjóri á Seyðisfirði, en hann gaf eins og kunnugt er kost á sér til formennsku í Samfylkingunni gegn Össuri Skarphéðinssyni á stofnfundi flokksins í maí 2000. Það vekur athygli að hann verði ekki ofar, eftir langan pólitískan feril í kjördæminu. Á eftir honum koma varaþingmenn flokksins, þau Sonja B. Jónsdóttir og Jakob Frímann Magnússon. Sonja var varaþingmaður flokksins í Kraganum eftir alþingiskosningarnar 2003 en Jakob Frímann var á framboðslistanum í Reykjavík suður í kosningunum 2003 og tekið sæti á þingi einu sinni á tímabilinu. Hann færði sig um set í aðdraganda þessa prófkjörs.
Það vekur mikla athygli að Valdimar Leó Friðriksson, alþingismaður, er víðsfjarri því að ná góðu sæti og er um eða rétt við miðju frambjóðendahópsins og því heldur betur á útleið af Alþingi að vori. Valdimar Leó skipaði sjötta sæti framboðslistans í Kraganum í kosningunum 2003 og varð óvænt þingmaður í september 2005 þegar að Guðmundur Árni Stefánsson hætti þátttöku í stjórnmálum og varð sendiherra í Stokkhólmi. Valdimar Leó var reyndar annar varaþingmaður flokksins í kjördæminu en tók þingsætið eftir að Ásgeir Friðgeirsson, almannatengslafulltrúi Björgólfsfeðga og fyrrum fjölmiðlamaður, gaf þingsæti sitt eftir sem hann hefði ella fengið. Úrslitin nú hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir Valdimar Leó.
Sögur ganga á spjallvefum um að plott hafi verið í gangi milli stuðningsmanna Gunnars og Katrínar um að kjósa hvort annað í efstu sætin. Það sé plott Guðmundar Árna Stefánssonar og Lúðvíks Geirssonar. Það skal ósagt látið, en úrslitin vekja upp vissar spurningar auðvitað. Það er allavega svo að Gunnar hefur tekið við sess Guðmundar Árna (sem vann prófkjörið 2002 og var kjördæmaleiðtogi fyrri hluta kjörtímabilsins) sem fulltrúi Hafnfirðinga og Katrín svo við sess Rannveigar sem fulltrúi Kópavogs. Eftir situr óneitanlega Þórunn í sama sæti og síðast, með Katrínu nú fyrir ofan sig. Merkilegt mjög. Það er áhugavert að sjá hvað sumir sendiherrar á Norðurlöndum eru oft örlagaríkir í innri plottum flokkanna sinna hér heima.
Gunnar Svavarsson er sonur hins þekkta skemmtiþáttastjórnanda, tónlistarmanns og hljómplötuútgefanda, Svavars Gests, sem allt fram í andlátið árið 1996 var með vinsæla útvarpsþætti á Rás 2 á sunnudagsmorgnum og víðfróður um íslenska tónlist. Hann var til fjölda ára giftur söngkonunni Elly Vilhjálms. Það verður seint sagt að Gunnar sé mjög þekktur í stjórnmálum, nema af verkum sínum í pólitíkinni í Hafnarfirði, en hann er einn af arkitektum veldis Samfylkingarinnar þar í bæ og er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Það verður áhugavert að fylgjast með pólitískum verkum hans á nýjum vettvangi.
Þórunn náði í öðrum tölum kvöldsins í prófkjörinu að skjótast upp í fyrsta sætið, en henni tókst ekki að halda forskotinu til enda. Auk þeirra tveggja sóttist Árni Páll Árnason, lögfræðingur, eftir fyrsta sætinu. Í öðru sæti í prófkjörinu varð Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, en hún varð í fjórða sæti í prófkjörinu fyrir alþingiskosningarnar 2003. Þórunn, sem setið hefur á þingi frá 1999, lenti í þriðja sætinu þrátt fyrir hetjulega baráttu um leiðtogastólinn. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir hana að ná ekki leiðtogastólnum, enda lítill munur, og að komast ekki ofar á listann en síðast. Þetta er nokkuð áfall fyrir konurnar í flokknum væntanlega.
Árni Páll varð í fjórða sætinu og kemur því nýr inn í forystusveit flokksins í kjördæminu. Þetta er fyrsta prófkjör Árna Páls, en hann var aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar í utanríkisráðherratíð hans og naut stuðnings hans í prófkjörinu til forystu. Í fimmta sætinu varð Guðmundur Steingrímsson, fjölmiðlamaður, en hann er virkur Moggabloggari hérna hjá okkur í þessu flotta samfélagi og er auk þess af merkum pólitískum ættum en faðir hans og afi, Steingrímur Hermannsson og Hermann Jónasson, voru báðir forsætisráðherrar og formenn Framsóknarflokksins. Það væri fróðlegt að vita hvort Steingrímur, sem nú er orðinn (h)eldri borgari í Garðabæ, hefði farið á kjörstað til að kjósa Guðmund.
Í sjötta sætinu varð Tryggvi Harðarson, fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og bæjarstjóri á Seyðisfirði, en hann gaf eins og kunnugt er kost á sér til formennsku í Samfylkingunni gegn Össuri Skarphéðinssyni á stofnfundi flokksins í maí 2000. Það vekur athygli að hann verði ekki ofar, eftir langan pólitískan feril í kjördæminu. Á eftir honum koma varaþingmenn flokksins, þau Sonja B. Jónsdóttir og Jakob Frímann Magnússon. Sonja var varaþingmaður flokksins í Kraganum eftir alþingiskosningarnar 2003 en Jakob Frímann var á framboðslistanum í Reykjavík suður í kosningunum 2003 og tekið sæti á þingi einu sinni á tímabilinu. Hann færði sig um set í aðdraganda þessa prófkjörs.
Það vekur mikla athygli að Valdimar Leó Friðriksson, alþingismaður, er víðsfjarri því að ná góðu sæti og er um eða rétt við miðju frambjóðendahópsins og því heldur betur á útleið af Alþingi að vori. Valdimar Leó skipaði sjötta sæti framboðslistans í Kraganum í kosningunum 2003 og varð óvænt þingmaður í september 2005 þegar að Guðmundur Árni Stefánsson hætti þátttöku í stjórnmálum og varð sendiherra í Stokkhólmi. Valdimar Leó var reyndar annar varaþingmaður flokksins í kjördæminu en tók þingsætið eftir að Ásgeir Friðgeirsson, almannatengslafulltrúi Björgólfsfeðga og fyrrum fjölmiðlamaður, gaf þingsæti sitt eftir sem hann hefði ella fengið. Úrslitin nú hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir Valdimar Leó.
Sögur ganga á spjallvefum um að plott hafi verið í gangi milli stuðningsmanna Gunnars og Katrínar um að kjósa hvort annað í efstu sætin. Það sé plott Guðmundar Árna Stefánssonar og Lúðvíks Geirssonar. Það skal ósagt látið, en úrslitin vekja upp vissar spurningar auðvitað. Það er allavega svo að Gunnar hefur tekið við sess Guðmundar Árna (sem vann prófkjörið 2002 og var kjördæmaleiðtogi fyrri hluta kjörtímabilsins) sem fulltrúi Hafnfirðinga og Katrín svo við sess Rannveigar sem fulltrúi Kópavogs. Eftir situr óneitanlega Þórunn í sama sæti og síðast, með Katrínu nú fyrir ofan sig. Merkilegt mjög. Það er áhugavert að sjá hvað sumir sendiherrar á Norðurlöndum eru oft örlagaríkir í innri plottum flokkanna sinna hér heima.
Gunnar Svavarsson er sonur hins þekkta skemmtiþáttastjórnanda, tónlistarmanns og hljómplötuútgefanda, Svavars Gests, sem allt fram í andlátið árið 1996 var með vinsæla útvarpsþætti á Rás 2 á sunnudagsmorgnum og víðfróður um íslenska tónlist. Hann var til fjölda ára giftur söngkonunni Elly Vilhjálms. Það verður seint sagt að Gunnar sé mjög þekktur í stjórnmálum, nema af verkum sínum í pólitíkinni í Hafnarfirði, en hann er einn af arkitektum veldis Samfylkingarinnar þar í bæ og er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Það verður áhugavert að fylgjast með pólitískum verkum hans á nýjum vettvangi.
Gunnar efstur í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:52 | Facebook
Athugasemdir
Gunnar virkar öflugur og heiðarlegur stjórnmálamaður. Þekki lítið til mannsins, en finnst hann koma vel fyrir sem slíkur. Það er skiljanlegt að kratar í Hafnarfirði vilji sinn mann til forystu nú þegar að Guðmundur Árni er farinn, verandi þar með hreinan meirihluta þar og sterka stöðu í kjördæminu.
Stefán Friðrik Stefánsson, 5.11.2006 kl. 16:26
Ég þekki ekki til þessa manns og get ekki dæmt en hef mikinn áhuga á og líka gaman að skoða útkomu í prófkjörum núna undanfarið og þá les maður allt og pælir því meira. Hér áður fyr dugði manni að sjá hver var efstur í prófkjóri og þá sem næstir komu. Ég fór inn á blogg hjá Steingrími Sævarri Ólafssyni og las það sem hann bloggar undir Leiðtogalaust í Suðvesturkjördæmi. Það er athyglisvert að sjá hvernig atkvæði skiptast og sjá hver fær hvað mörg og í hvaða sæti.
Sigrún Sæmundsdóttir, 6.11.2006 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.