Saddam Hussein dæmdur til dauða

Saddam Hussein Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, var dæmdur til dauða í morgun. Verður hann hengdur verði refsingunni framfylgt. Dómnum hefur nú þegar verið áfrýjað, svo að ekki kemur að örlagastundinni fljótlega fyrir þennan fyrrum einræðisherra, sem ríkti í Írak með harðri hendi á árunum 1979-2003. Valdaferli hans lauk í innrás Bandamanna í landið í marslok 2003 en stjórnin féll með táknrænum hætti í kastljósi heimsfjölmiðlanna þann 9. apríl 2003.

Hálfbróðir Saddams, Barzan al-Tikriti, sem var yfirmaður írösku leyniþjónustunnar, var einnig dæmdur til dauða. Taha Yassin Ramadan, fyrrum aðstoðarforseti Íraks, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að morðum á 148 íbúum þorpsins Dujail en flestir íbúa þorpsins eru sjíta-múslimar. Búast má við ófriðarbáli meðal stuðningsmanna einræðisherrans fyrrverandi við þessum tíðindum, en þessi tíðindi boða ekki endalok alls málsins. Þetta eru aðeins fyrstu réttarhöldin af mörgum í málum gegn Saddam.

Þrjú ár eru um þessar mundir frá því að Saddam var handtekinn í sveitahéruðum Íraks. Það markaði mikil tímamót, enda hafði honum tekist að komast undan í rúmlega hálft ár og töldu flestir þá að honum yrði aldrei náð. Handtakan var alheimsviðburður og flestum gleymist vart myndirnar af Saddam fúlskeggjuðum og hrörlegum, eftir flóttann og að hafa í raun þurft að lifa sem útigangsmaður væri til að komast undan þeim sem leituðu hans.

Þessi stóru tíðindi dagsins boða viss þáttaskil í málinu en svo sannarlega engin endalok. Þetta er einn áfangi málsins. Ekki er hægt að segja að tíðindin komi að óvörum.

mbl.is Saddam Hussein dæmdur til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ekki brá mér...  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.11.2006 kl. 13:48

2 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Mér brá, hélt þetta myndi dragast minnst þrjú ár í viðbót ;o

Gunnsteinn Þórisson, 5.11.2006 kl. 14:55

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta kom ekki óvænt :) En þetta á eflaust eftir að dragast eitthvað verulega á langinn. Sé ekki alveg fyrir mér að þessu ljúki öllu strax, þessu réttardrama í Bagdad. ;)

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.11.2006 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband