Harkalegt rifrildi um innflytjendamál

Egill Helgason Heldur betur var líflegt yfir spjallþættinum Silfri Egils í dag á Stöð 2 þar sem rifist var heiftarlega um innflytjendamál. Kom til hvassra orðaskipta milli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarfulltrúa, og Þórhildar Þorleifsdóttur, fyrrum alþingismanns. Sagði Magnús Þór í þættinum að stemma þyrfti stigu við straumi innflytjenda til Íslands. Voru múslímar sérstaklega nefndir og þeir sem ættu erfitt að aðlagast íslensku samfélagi.

Ekki féllu þessi orð í kramið hjá þeim stöllum og veittust þær harkalega að Magnúsi Þór og Steinunn Valdís sagði skoðanir Magnúsar Þórs jaðra við rasisma. Þórhildur komst varla að til að tala fyrir tali Magnúsar Þórs sem talaði þær báðar í kaf með frekar ósmekklegum hætti og með hreinum ólíkindum að Egill Helgason skuli ekki hafa haft betri stjórn á þætti sínum en raun bar vitni. Þær tvær höfðu varla í við Magnús Þór sem samkjaftaði svo með ólíkindum var á að horfa. Rætt var um þessi mál eftir viðtal við Jón Magnússon, lögmann, en skoðanir hans á innflytjendamálum hafa verið umdeildar eftir grein hans í Blaðinu.

Mér fannst þetta merkilegar umræður. Ég tek undir skoðanir þær sem fjórði gesturinn í þættinum, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra og prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, talaði fyrir. Hún horfði að mestu á rifrildi Magnúsar, Steinunnar og Þórhildar, en kom með mjög gott innlegg og málefnalegt. Er ég sammála henni um það.

En það var svo sannarlega show í Silfrinu í dag. Það er greinilegt að Magnús Þór bætir ekki fyrir málstað sínum með þeirri framkomu sem hann kom fram í þættinum, sem er sami gamli yfirgangurinn gegn öllum þeim sem ekki eru sammála honum. Bendi annars öllum á að smella á tengilinn hér að neðan og sjá þessar umræður í þættinum sem urðu heldur betur hvassyrtar í meira lagi.

Silfur Egils - rætt um innflytjendamál

mbl.is Steinunn Valdís segir ummæli Magnúsar Þórs bera keim af kynþáttahatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Magnús Þór þarf að vera í varnarstöðu. það eru flokkar hér í Svíþjóð sem hafa "skoðun" um innflytendur og eru kallaðir kynþáttahatarar fyrir það. Ég er alls ekki kynþáttahatari, en maður verður að fá að tjá sig án þess að vera dæmdur sem kynþáttahatari.  Ef þú hlustar á þetta með oppnum eyrum þá heyrir þú hvernig "þær" segja rasism, kynþáttahatur í fleyrir skipti og hann þarf að neita því... það getur verið að ég sé að bulla.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.11.2006 kl. 16:21

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er sjálfsagt að hver hafi sína skoðun og segi það sem þeim finnst á málum. Mér finnst alltaf eðlilegt að við séum á varðbergi með það hverjir séu að koma til landsins og höldum vörð um okkar stöðu. En það má heldur ekki ganga of langt. Mér fannst allavega MÞH vera fullhvass í þættinum og t.d. með ólíkindum að þær sem höfðu aðrar skoðanir komust varla að til að tala og segja sína skoðun.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.11.2006 kl. 16:24

3 identicon

Erum við að tala um innflytjendur sem eru hingað komnir til þess að setjast að með sínar fjölskyldur, eða farandverkamenn sem staldra við um stund?

Að mínum dómi er tímabært að greina þarna á milli. 

Einnig að spyrja þá sem hingað koma, af hvorum hópi sem er,  hvort þeir muni sýna virðingu fyrir íslenska samfélaginu  og séu fúsir til þess að aðlagast því. 

kolbrún (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 17:49

4 identicon

Erum við að tala um innflytjendur sem eru hingað komnir til þess að setjast að með sínar fjölskyldur, eða farandverkamenn sem staldra við um stund?

Að mínum dómi er tímabært að greina þarna á milli. 

Einnig að spyrja þá sem hingað koma, af hvorum hópi sem er,  hvort þeir muni sýna virðingu fyrir íslenska samfélaginu  og séu fúsir til þess að aðlagast því. 

Ég get ekki séð að þingmenn eða aðrir þurfi að deila um slík grundvallaratriði.

kolbrún (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband