Rammgirt fangavist - lífið utan vítisholunnar

Elizabeth F og Josef Fritzl Eftir því sem fjallað er meira um aðstæður í hryllingshúsinu í Amstetten í Austurríki verður málið í senn ógeðslegra og sjúkara. Varnarkerfið í vítisholuna, til að halda konunni og börnunum frá umheiminum, með fjölmörgum læstum hurðum og raflás minnir aðeins á víggirt fangelsi og einangrunin sem því hefur fylgt hlýtur að hafa drepið alla lífslöngun. Grimmdin á bakvið verknaðinn verður sífellt kuldalegri eftir því sem meira kemur í ljós.

Heyrði í gær lýsingar í fjölmiðlum af fyrstu bílferðinni sem strákarnir tveir í kjallaranum, annar um tvítugt en hinn fimm ára að mig minnir, fóru í. Þeir hoppuðu og skríktu alla leiðina frá heimilinu til sjúkrahússins, höfðu aldrei í bíl komið og voru að sjá umheiminn í fyrsta skipti, fyrir utan að þeir höfðu séð slitrur í sjónvarpi. Var svolítið sérstök lýsing á hversdagslegum aðstæðum, en fyrir þessi börn tekur við andleg uppbygging og að kynnast lífi sem við teljum sjálfsagt.

Finnst merkilegast við þetta mál að heyra ástæður þess að maðurinn kom svona fram við sitt eigið hold og blóð. Einna ógeðslegast finnst mér að maðurinn hafi farið í heimsreisur með eiginkonu sinni á meðan að dóttirin og börn hírðust í þessari vítisholu árum saman, notið lífsins á meðan að hann svipti eigin börn lífinu.

Tek eftir því að Ríkissjónvarpið hefur beinar útsendingar og fréttaumfjöllun frá Amstetten. Hefur verið fínasta umfjöllun sem þeir hafa komið með. Var áhugaverðast að sjá viðtöl við íbúa þarna og heyra meira um málið, frá þeirra sjónarhorni en ekki bara frásögn fjölmiðlanna.

mbl.is Sá mann fara í jarðhýsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Ríkissjónvarpið mætti nota tíma sinn og athygli með betri hætti en að taka þátt í þessu fjölmiðlaógeði. Þetta er persónulegur harmleikur og á sama tíma er þessi heimur fullur af óréttlæti, þjóðarkúgunum, þjóðarmorðum, kerfisbundnum pyntingum stjórnvalda, stríðsrekstri illmenna, hryðjuverkum, þrælahaldi, hungursneið og þar fram eftir götunum. Þetta eru allt hlutir sem eitthvað er hægt að gera í, en í staðinn eru sendir fréttamenn til Austurríkis að dekka þetta ógeðslega mál. Þetta er sjúkur heimur.

Jonni, 2.5.2008 kl. 08:50

2 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég tek undir með Jonna. Það er frekar ógeðfellt að ríkissjónvarpið skuli vera að baða sig uppúr ógæfu þessa fólks, þegar umheimurinn er orðinn svo að segja ónæmur fyrir vandamálunum sem við sjálf erum samviskusamlega að búa til og viðhalda á hverjum degi.   Firring!

Bergþóra Jónsdóttir, 3.5.2008 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband