Talningu í prófkjöri frestað til morguns

SamfylkinginHætt hefur verið við að telja atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem fram fór í gær, nú í kvöld vegna veðurhamsins í dag, sem hamlaði því að öll kjörgögn kæmust á einn stað. Skv. reglum kjörnefndar er ekki hægt að hefja talningu fyrr en að öll kjörgögn komast á einn og sama staðinn. Atkvæði verða því talin síðdegis á morgun.

Mikil spenna er yfir prófkjörinu. Þar verður eftirmaður Margrétar Frímannsdóttur á leiðtogastóli kjörinn. Alþingismennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Jón Gunnarsson og Lúðvík Bergvinsson sækjast eftir leiðtogasætinu ásamt Róberti Marshall, fjölmiðlamanni og fyrrum forstöðumanni hinnar sálugu fréttastöðvar NFS, en hann nefnir annað sætið líka.

Spennan magnast því og bíður morguns að heyra hver erfir ríki Margrétar í Suðrinu, en Margrét er nú fyrsti þingmaður kjördæmisins og hefur leitt lista á Suðurlandi allan sinn þingmannsferil, eða frá því að hún bauð sig fyrst fram fyrir tveim áratugum, í alþingiskosningunum 1987 fyrir Alþýðubandalagið.


mbl.is Talningu atkvæða frestað til kl. 14 á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband