Guðni opnar á Evrópuumræðuna í Framsókn

Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti merkilega ræðu á miðstjórnarfundi í dag og setti þar Evrópumálin á dagskrá hjá flokknum, í takt við það sem Jón Sigurðsson og Valgerður Sverrisdóttir hafa talað um síðustu dagana, þó vissulega hafi hann ekki talað hreint út um að fara í aðildarviðræður. En hann talar um breytingar á stjórnarskrá líkt og aðrir stjórnmálamenn hafa talað um.

Greinilegt er að greinaskrif Jóns Sigurðssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins, hafa mikil áhrif á stöðu mála innan flokksins og Guðni tekur málið næsta skref með vangaveltum um beinskeytta Evrópuumræðu, pælingar um aðildarviðræður og nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá. Í þeim efnum er hann að segja í raun það sama og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og talar í svipuðum takt og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem hefur verið að velta fyrir sér að móta þurfi vegvísi í Evrópumálum.

Guðni barðist mjög gegn því að feta skrefið í Evrópuátt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þrem árum, þar sem hann og Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tóku rimmu fyrir opnum tjöldum á þinginu. Held að hann sé fyrst og fremst klókur í þessari stöðu. Hefði hann talað áfram með sama hætti og áður hefði hann veitt Valgerði Sverrisdóttur og þeim fulltrúum Halldórsarmsins sem talað hafa mjög afgerandi í Evrópuátt lykiltækifæri til að hjóla í sig, t.d. í formannskjöri á flokksþingi á næsta ári.

Guðni tekur því næsta skref í takt við þá sem hæst hafa talað í Evrópumálum í Framsókn og heldur kontról á stöðunni. Guðna er eflaust mjög mikilvægt að halda völdum í Framsóknarflokknum. Það gerir hann með því að hlusta og útiloka ekkert en tala heiðarlega um málin og íhuga næstu skref í takt við það að almenningur vill heiðarlega umræðu um þessi mál.

Í raun eru blikur á lofti fyrir Framsókn. Áhyggjuefni hlýtur að vera fyrir flokk og forystumenn hans að ekkert skuli hann hagnast meira á hnignandi gengi Samfylkingarinnar en nýjustu kannanir sýna. Þar er Framsókn að hækka en mjög lítið miðað við kjöraðstæður til að ná byr í seglin. Guðni segir hreint út í dag að hann sé á vaktinni og útiloki ekkert.

Eflaust kallast þetta klókindi hjá Brúnastaða-Guðna.


mbl.is Þarf að breyta stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef alltaf haft litla trú á Guðna en hann er meiri maður í mínum augum eftir þessa stefnubreytingu sína.

Auðvitað eiga allir flokkar að fara á fullt að ræða kosti og galla inngöngu í ESB, hver sem svo niðurstaða verður.

Geir H. Haarde er heigull maður að mínu mati að þora ekki að opna umræðuna um málið í sínum flokki.
Sjallar eiga alveg að vera færir um að skoða hvort að ESB-aðild sé vænleg eða slæm fyrir Ísland.

Hannes (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:36

2 identicon

Þetta er aðeins liður í undirbúningi að stofnun vinstri stjórnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar sem er í fullum undirbúningi þessa dagana.

leibbi (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kjánalegt innlegg hjá Hannesi að kalla Geir Haarde heigul. Innleggið ber það einnig með sér, að ritarinn kemur varla til með að vita, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.

Jón Valur Jensson, 3.5.2008 kl. 20:47

4 identicon

Heigul er sá sem ekki þorir að taka afstöðu.

Þú ert fól Jón Valur, sem átt heima á öskuhaugum afturhaldssemi og þjóðernisisma.

Hannes (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband