Presturinn á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot

séragunnarSéra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, hefur óskað eftir lausn frá störfum í kjölfar þess að vera kærður fyrir kynferðisafbrot gegn tveimur unglingsstelpum. Munu fleiri stelpur ætla að kæra Gunnar fyrir brot, sem hafi átt sér stað á nokkuð löngu tímabili. Mun rannsókn vera rétt nýlega byrjuð á málunum, sem eru mjög alvarlegs eðlis.

Gunnar hefur verið prestur á Selfossi frá því að hann hætti störfum á Holti í Önundarfirði í byrjun áratugarins. Hann var mjög umdeildur sem prestur á Holti og voru mikil átök milli hans og sóknarbarna, sem mikið voru í fjölmiðlum. Auk þess var hann áður prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík og náðu deilur þar miklum hæðum ennfremur.

Í báðum tilfellum urðu deilurnar það hástemmdar að skipt var um skrá í báðum kirkjum svo Gunnar kæmist ekki í þær. Hefur lítið verið um slík átök á Selfossi og koma þessar sögur af kynferðisafbrotum, sem eru í rannsókn, sem visst reiðarslag fyrir þjóðkirkjuna.

Alltaf er stóralvarlegt mál þegar að prestar eru sakaðir um svo alvarleg brot og mikilvægt að fá hið sanna í ljós í málinu, rannsaka það og ljúka með þeim hætti sem réttur er í samhengi við niðurstöðurnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Bara alveg skelfilegt þegar fólk, hvað þá börn og unglingar - geta ekki treyst á sóknarprestinn sinn. Bara skelfilegt..

Tiger, 3.5.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Og hvað er málið? Er þetta ekki prestur? Stelpurnar geta kært. Enn ekki strákarnir. Þeir vita að þá verða þeir bara fyrir einelti í skólanum...fyrir mér er þetta ekki einu sinnu frétt. bara venjulegur prestakækur..

Óskar Arnórsson, 3.5.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður er ekki sekur fyrr en sekt er sönnuð/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.5.2008 kl. 00:56

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Anita, Tigercooper, Óskar og Þrymur.  Kannski hefur hann gert þetta og kannski ekki.  Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu Ríkisins. Allir eru saklausir þar til þeir fá réttláta dómsmeðferð og þeir hafa verið dæmdir sekir af réttum dómstólum. 

Ekki dómstóli götunnar sem þið, - því miður, góða fólk -, virðist gera ykkur sek um að hafa tekið sjálfskipuð, sæti í.  Svona múgsefjun er mjög hættuleg lýðræði og réttarkerfi.  Ef svo séra Gunnar verður sýknaður, þá er tilhneyging hjá dómstóli götunnar að segja eins og Helgarpósturinn gamli eða DV eins og það er orðið: "Það getur verið að hann hafi ekki gert þetta, en það er búið að sanna að hann hefði gert það ef honum hefði dottið það í hug."

Ekki haga ykkur eins og öfga femínistar.

Sigurbjörn Friðriksson, 4.5.2008 kl. 01:31

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Tek fram að málið er í rannsókn og að bíða eigi eftir niðurstöðum mála. En þetta er grafalvarlegt mál engu að síður og engin ástæða til að þegja yfir því. Annaðhvort hefur presturinn gerst sekur um alvarlegan glæp og á að segja af sér embættinu eða þá að logið er upp á hann sem hefur ekki síður alvarlegar afleiðingar. Ætla ekki að fella dóm í því, en það er alveg ljóst að meðan vafinn er uppi verður þessi prestur að víkja.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.5.2008 kl. 01:40

6 identicon

Komið til mín,, segir í biblíunni,, Ekki virðast stúlkurnar hafa verið ómannbærar að aldri,,Hins vegar er staða mansins í samfélaginu ekki samboðin háttsemi hans,, Auk þess sem prestferill virðist heldur skrautlegur,, frekar hefur verið rólegt á markaði klerka síðan sjálfur æðsti prelátinn var í umræðunni,, Það er ofgert að halda því fram að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð,,Hver sá sem fremur ódæði er sekur um glæp,,annað er hvort hinn seki fáist dæmdur ,,

Bimbó (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 07:41

7 Smámynd: Íslands-Bersi

Mér finnst þetta ekki gott, og  það er ekki sama Jón og séra Jón því hann er nafn greindur og allur pakkinn sama með þennan vörubílstjóra sem bankaði lögguna , en men sem gera veri hluti sleppa,en Bersinn þekkir Gunnar og sagði fyrir mörgum árum að honum finnist hann vera ýla giftur ! en svona hafa prestar hagað sér gengnum aldirnar og lítil breyting á ,og það er alltaf að komma upp vandræði  með þetta fólk,  

Íslands-Bersi, 4.5.2008 kl. 08:33

8 identicon

Ég verð alltaf jafn vonsvikin yfir gáfnafari almennings, í hvert skipti sem eitthvað svona mál kemur upp, og það er stokkið til og látið eins og þetta sé óumdeilanlegur sannleikur og ekkert eftir nema ákveða refsinguna fyrir viðkomandi.

Ærlegir menn óska eftir lausn frá starfi þegar svona ákærur koma upp.  Það merkir ekki að séra Gunnar sé "ærlegur" að hann hafi gert það, en hann kann amk að haga sér, nokkuð sem sumir af þeim sem hafa sett inn athugasemdir hérna fyrir ofan, hefðu gott af að læra.  

Fransman (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 08:45

9 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Ljótt er ef satt er það er óumdeilanlegt.

Ég bara gleðst yfir að svona níðingsmál komi upp á yfirborðið fljótt og vel, ekki þagað í hel.

Ég sendi mínar samúðarkveðjur til fórnarlambanna og það er fjölskylda Gunnars meðtalin.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 4.5.2008 kl. 11:08

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek undir orð Hafdísar Lilju hér á undan.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband