Sorglegt mál á Selfossi - áfall fyrir þjóðkirkjuna

Séra Gunnar BjörnssonKynferðisbrotamál séra Gunnars Björnssonar, sóknarprests á Selfossi, er mikið áfall fyrir þjóðkirkjuna og eðlilega eru sóknarbörn á hans starfssvæði sem og almenningur allur sleginn yfir þessu máli. Hvernig sem aðstæður eru í málinu er verulega sorglegt mál og mikilvægt að fá vel fram málsatvik og upplýsa málið í rannsókn.

Fólk sem ég þekki á Selfossi og hef rætt við um þetta mál eru öll sammála um að sóknarbörn þar séu mjög slegin vegna málsins og allir séu eitt spurningamerki yfir því hversu alvarlegt málið er og hversu víðtæk þessi brot séu sem slúðrað er um og hefur verið kært fyrir. Mikilvægt er að þetta mál sé opinberað og farið yfir alla þætti þess, en ekki þaggað niður og því er umræðan um þetta mál þörf og eðlilegt að fólk spyrji sig um málsatvik og hvort presturinn hafi brotið af sér.

Ætla ekki að dæma séra Gunnar áður en rannsókn hefur lokið, en hvernig sem staða mála er, er alveg ljóst að málið er skaðlegt fyrir prestinn og sérstaklega er eðlilegt að hugsa til þeirra stelpna sem hafa kært. Allt er þetta mál hið sorglegasta en ekki er rétt að fella þyngstu dómana á þessu stigi. Dómstóll götunnar getur ekki dæmt endanlega í þessu máli.

Ekki er nema tvennt í stöðunni; annaðhvort hefur presturinn gerst sekur um alvarlegan glæp og á að segja af sér embættinu eða þá að logið er upp á hann sem hefur ekki síður alvarlegar afleiðingar. Ætla ekki að fella dóm í því, en það er alveg ljóst að meðan vafinn er uppi verður þessi prestur að víkja og hann hefur gert það.

En svona mál er skaðlegt fyrir þjóðkirkjuna sem stofnun. Þar var þó tekið á málinu af ábyrgð og mikilvægt að málsatvik séu rannsökuð og þessu máli lokið með þeim hætti.


mbl.is Umkvörtun vegna sóknarprests barst kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég varð fyrir sjokki þegar ég heyrði þessar fréttir. Ég vildi bara ekki trúa þessu.. og ég trúi þessu ekki enn.

Eins og sést þá er ég frá Selfossi og ég hef ekkert slæmt um hann Gunnar að segja. Hann reyndist mér vel þegar ég missti náinn ástvin og ég kem ekki til með að trúa þessu upp á hann, sama hvernig rannsóknin kemur út. Ég meina, halló! Hann er einn skemmtilgasti prestur sem ég hef á ævi minni kynnst og hann gerði fermingarfræðsluna hjá mér svo skemmtilega. Annars hefði ég rotnað úr leiðindum ábyggilega.. En hann gerði þetta svo skemmtilegt að maður varð bara helmingi spenntari fyrir fermingunni en maður var fyrir.

Stína (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sæll Stefán.

Ég er innilega sammála þér að prestur þarf að víkja á meðan á rannsókn og málarekstri stendur.  Það hefur hann sjálfur gert, bað um minnir mig 6 mána leyfi sem hann fékk og lét af störfum strax.  Þetta sýnir okkur það að hann kann sig, viss háttvísi, hver sem útkoman síðar verður.  Það má ekki taka "háttvísi" og það að taka sér tímabundið frí, sem viðurkenningu á sekt.

Hver sem málalok síðar kunni að vera.  "Aðgát skal höfð í nærveru sálar" ritaði þjóðskáldið Einar Benediktsson.  Stúlkurnar sem kærðu eru sálir, fjölskyldur þeirra eru sálir, hinn grunaði prestur er sál og fjölskylda hans eru sálir.  Það verður nógu sárt fyrir alla aðila þegar kemur að málalokum. 

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 4.5.2008 kl. 17:52

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... sóknarbörn þar séu mjög slegin vegna málsins og allir séu eitt spurningamerki yfir því hversu alvarlegt málið er," segirðu, Stefán (ekki "... sé" né heldur: "hvort málið sé alvarlegt"). Þarna gefurðu þér í framsöguhætti, að málið sé verulega alvarlegt, en hvað er komið fram um það? Eitthvað eða ekkert? Ef ekkert, hvers vegna kemstu þá svona að orði? Hefði ekki verið rétt að bíða og sjá hvað kemur fram í málinu? Og eru ásakanir sjálfkrafa vissa? Brezka blaðið The Times sagði frá tilfelli ungs og nýgifts manns, nýorðins föður, sem ásakaður var af tveimur stúlkum fyrir kynferðisáreitni (afar óljóst og breitt hugtak raunar). Hjónaband hans brotnaði niður í kjölfarið, og hann missti starf sitt. Mörgum árum kom önnur stúlkan fram og lýsti því yfir, að ásakanirnar hefðu verið uppspuni. En þá var þessi óbeini refsidómur samfélagsins fallinn. Lesendur The Times voru afar ósáttir við þessa meðferð annarra fjölmiðla á manninum.

Er ekki betra að leyfa réttvísinni að hafa sinn framgang með málsrannsókn o.s.frv. í stað þess að blogga um eitthvað óvíst og (fyrirgefðu ef ég hef þig fyrir rangri sök) gera út á að fá fleiri gesti á bloggið sitt? 

Þótt þú dragir eitthvað úr undir lokin, endar 3. síðasta setning þín undarlega. Ætti það sama við, ef t.d. þingmaður eða ráðherra fengi á sig slíka ásökun, þ.e. að víkja úr starfi? – Þar að auki eru dramatísk upphafsorð þín eins og fyrir fram dómur: "Kynferðisbrotamál séra Gunnars ..." Kannastu ekki við orðið sönnunarbyrði? – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 4.5.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Munum bara hundamálið á Akureyri í sumar sem leið. Látum lögreglu um að rannsaka og dómstóla   dæma.

Gísli Sigurðsson, 4.5.2008 kl. 23:09

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er ekki að vera kominn tími á nýtt Lúkasarmál? ég bara spyr.

Fannar frá Rifi, 4.5.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Mér finnst Þjóðkirkjan sem stofnun hafa komið mjög vel út úr þessu máli.  Þeir virðast vera klárir með ferli sem málið fer í auk sérstaks fagráðs sem tekur til starfa þegar svona mál koma upp á yfirborðið.

Þetta kom mér reyndar þægilega á óvart og vil hrósa kirkjunni fyrir fagleg vinnubrögð.

Á hinn bóginn er þessi fréttaflutningur auðvitað svolítið á gráu svæði þar sem maðurinn hlýtur að vera saklaus þar til sekt hans er sönnuð.  Það er hins vegar erfitt að halda þessu leyndu þegar allt samfélagið á Selfossi veit af þessu.  Umfjöllunin er hins vegar klárlega á gráu svæði þar sem bæði á eftir að rannsaka málið og dæma í því.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.5.2008 kl. 00:33

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á .........

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.5.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband