Geðveiki harðstjórinn í Amstetten

Josef Fritzl Mjög undarlegur er sá málstaður geðveika harðstjórans í Amstetten, Josef Fritzl, að hann eigi að sleppa við að taka út fangelsisrefsingu vegna á ógeðslegrar meðferðar á dóttur sinni og börnum hennar vegna þess eins að hann sé geðveikur. Eru það virkilega tíðindi í málinu? Öll verk hans síðasta hálfan þriðja áratuginn sýna og sanna að maðurinn var viti sínu fjær, hreinlega djöfull í mannsmynd.

Eftir því sem meira er fjallað um málið verður óhugur almennings meiri og spurt er hvernig nokkur maður gat komið fram við afkomendur sína með svo djöfullegum hætti. Lýsingarnar á því hvernig hann gat spunnið verk sín áfram allan þennan tíma eru í senn sorglegar og ógnvekjandi. Sá maður sem getur beitt fólk af eigin holdi og blóði svo ógeðslegri meðferð og lýst er í þessari frétt er auðvitað fjarri því að vera heill á geði og væntanlega átti heldur enginn von á því.

Atriðin sem fjallað er um þessa dagana um fyrri afbrot Fritzl vekja upp spurningar um af hverju yfirvöld hafi ekki grunað hann um að loka dótturina og börn hennar af í kjallaranum. Einkum vegna þess að hann var dæmdur kynferðisafbrotamaður og þekktur ofstopamaður. Stórundarlegt er að engar viðvörunarbjöllur skyldu klingja hjá yfirvöldum öll þessi ár. Aðstæður á sjálfu heimilinu voru ekki kannaðar vel þegar að dóttirin hvarf og ekki heldur, eins undarlegt og það hljómar, þegar að barnabörnunum fjölgaði á heimilinu.

Finnst þetta mál, eftir því sem meira kemur í ljós, vera áfellisdómur yfir þeim sem rannsökuðu málið og áttu að kveikja á perunni vegna veigamikilla staðreynda um Fritzl og heimilisaðstæður hans, auk þess karaktereinkenni hans og fyrri afbrot. Þessi djöfull í mannsmynd mun vonandi hljóta makleg málagjöld að lokum.

mbl.is Segir Fritzl ósakhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá prik dagsins.
Nánar hér.
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Júlli.

Ætla að taka þátt í þessu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.5.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband