Sr. Gunnar faðmaði stelpurnar og kyssti þær á kinn

séragunnarSéra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, hefur vörn sína vegna hins umdeilda kynferðisbrotamáls með viðtali í DV í dag. Þar segist hann aðeins hafa faðmað og kysst á kinn þær tvær stelpur, sextán og sautján ára, sem hafa kært hann, og telur málið á misskilningi byggt. Ekkert ósiðlegra hafi farið fram. Telur hann málið allt á misskilningi byggt en fari sína leið í kerfinu.

Mikla athygli vekur að séra Gunnar hefji vörn sína á opinberum vettvangi vegna málsins í DV, sem óhjákvæmilega fylgir vegna starfa hans í þjóðkirkjunni, en hann lét Fréttablaðið ekki ná í sig um helgina, eins og fram kemur í netfréttum á vísi.is. Gunnar er í þeirri stöðu vegna starfa sinna að fjallað er um mál af þessu tagi, enda er þögn varla heldur hið rétta í málinu, þó það sé í rannsókn. Maður í þessari stöðu sem fær slíka kæru á sig þarf að taka á sig hita almennrar umræðu.

Rétt er af Gunnari að koma í fjölmiðla og segja sína hlið málsins á þessu stigi, enda mjög sótt að honum skiljanlega vegna þessara ásakana um kynferðisbrot. Málið er áfall fyrir þjóðkirkjuna hvernig sem á er litið og mikilvægt að fram komi hlið prestsins áður en niðurstaða er ljós í rannsókn og réttarkerfinu vegna málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Erfitt mál og viðkvæmt. Því miður er ég hræddur um að þetta falli undir þau dæmi um áburð sem samfélagið heimtar að sé sannur.

Eða eins og Stephan G. segir í vísunni:"......illur glotti, heimskur hló/ hræsnin krossmark gerði."

Árni Gunnarsson, 5.5.2008 kl. 11:49

2 identicon

Það verður að draga i efa hvort persónur sem sakaðar eru um jafn alvarlegt brot eigi yfirhöfuð að verja sig í fréttamiðlum, jafnvel DV. Það kann að vera að sr. Gunnar finni þörf hjá sér að sýna sína hlið á málinu, en er það með tillitsemi til stúlknanna? Mér finnst hér þurfi að stíga hægt til jarðar. Eiga réttarhöldin að fara fram í DV? Þá hef ég bloggað um þann óeðlilega langan tíma sem tók frá því að tilkynning berst til Biskupsstofu og barnaverndaryfirvöld eru sett í málið. Ég hef mínar efasemdir í þessu máli en mér sýnist að hinn ákærði sé ekki að fara rétt af stað með vörn sína.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:50

3 identicon

Þetta mun verða snúið mál ..

Ef hann hefði misnotað þær kynferðislega hefði ekkert þurft að deila um málsatvik, en það horfið öðruvísi við með *áreiti*.

Það er nefnilega þolandinn sem skilgreinir hvort hann vilji *áreitið* og hann/hún verður að mótmæla því sem gerandinn gerir til að það geti flokkast undir *áreiti*. 

Ég sé ekki, svona í fljótu bragði, án þess að hafa meiri upplýsingar um málsatvik, að hann hafi mátt vita að hann væri að "áreita" stúlkurnar, hvað þá að hann sé brotlegur við lög.

Ég spái því að það mun samt sem áður ekki koma í veg fyrir sóðalega umræðu hjá "dómstóli götunar".... 

Fransman (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 14:20

4 identicon

Áfall fyrir þjóðkirkjuna? Sem fyrr ertu að mikla fréttir allt of mikið, og allt of fljótt! Ekki gleyma að hann er enn saklaus, og ef það reynist rétt að hann hafi ekki gert annað en það sem DV segir, þá er þetta langt í frá áfall fyrir þjóðkirkjuna.

Hér er verið að gera úlfalda úr mýflugu. Fólk verður að slappa aðeins af, Íslendingar, sérstaklega moggabloggarar, eru allt of fljótir að gera allt of mikið mál úr hlutum sem annað hvort eru ekki þess virði, eða menn eru bara að flýta sér allt of mikið. Það er ein afleiðingin sem þetta mogga blogg hefur í för með sér; fólk fær að tjá sig um fréttir allt of snemma og þær skoðanir eru svo tengdar við fréttir, eins og skoðanir manna útí bæ hafi eitthvað að gera með fréttamennsku.

Moggabloggara, slappið nú aðeins af. Það er löngu kominn tími á að leggja niður blogg tengingu við alvöru fréttir; það græðir enginn á umfjöllun eins og þessari. Nákvæmlega enginn.

Það er ekkert skítkast í þessari athugasemd minni gagnvart moggabloggurum, er einungis að benda mönnum á að taka því rólega og vera ekki að æsa sig svona upp. 

Helgi (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 16:25

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Árni: Vissulega er þetta mjög erfitt mál. Ætla ekki að dæma neinum í vil en þetta verður erfitt mál fyrir sóknina sem þessi maður þjónar í og þjóðkirkjuna alla.

Gísli: Góður punktur. Held að Gunnar hafi viljað koma með sína hlið mála afgerandi fram. Vekur samt athygli að hann velji DV til þess að tjá sig, en það er hans mál auðvitað.

Fransman: Þetta verður já flókið og erfitt mál. Ekki við öðru að búast þegar um er að ræða mann í þjónustu þjóðkirkjunnar og hvað hann er sakaður um, burtséð frá öllu öðru.

Helgi: Hvaða vitleysa er nú þetta? Auðvitað er þetta vont mál fyrir þjóðkirkjuna, sannkallað áfall. Það er nú algjör barnaskapur að neita því. Heldurðu að það sé ekki vont fyrir kirkjuna að prestur í þjónustu hennar sé sakaður um kynferðisbrot og geti ekki sinnt störfum vegna þess að mál hans er til rannsóknar og fer sína leið í réttarkerfinu? Er engin oftúlkun í þessu. Hvað varðar skrif mín hér hef ég ekki dæmt einn né neinn en ég hef tjáð mig um þessi mál. Er fjarri því einn um það og veit ekki af hverju ég ætti að þegja um mál sem talað er um í samfélaginu. Dettur það ekki í hug. Þessi færsla er ekki tengd við neina frétt, eins og þú ættir eflaust að sjá. Er ekki að æsa mig neitt upp, þú ættir að beina því tilskrifelsi eitthvað annað en til mín. Þetta er mál sem rætt er um og það er vonlaust að fara fram á þögn yfir því í þessu nútímasamfélagi fjölmiðlunar sem við lifum í.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.5.2008 kl. 17:25

6 Smámynd: besservissinn

haha mér sýnist Helgi nú bara vera sá sem þurfi að slappa af :)

svona mál eru áfall fyrir kirkjuna, hvort sem hann verður fundinn sekur eða ekki. Það er búið að tengja kirkjuna við kynferðisbrot, og þar er skaðinn skeður, jafnvel þó í ljós komi að þetta hafi bara verið koss á kinn - sem er að sjálfsögðu bara hans hlið á málinu... 

besservissinn, 5.5.2008 kl. 17:28

7 identicon

Ég verð nú að taka svolítið undir orð Fransmannsins.  Þó svo að Róm brennur og Neró horfir á, er óþarfi að kveikja fleiri elda.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 18:28

8 identicon

Leiðrétting:  ég meinti ég væri sammála Helga.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband