Sigur stóriðjusinna - hugleiðingar um prófkjör

Kristján Möller Ekki varð ég hissa á því að Kristján Möller myndi sigra prófkjör Samfylkingarinnar hér í Norðaustri. Það hafði blasað við alla baráttuna, fannst mér. Útkoma Akureyringanna var þó athyglisverð. Það er hinsvegar greinilegt að sú útkoma eflir sjálfstæðismenn hér á Akureyri í því að berjast fyrir því að Akureyringur leiði listann hér í kjördæminu að vori. Það stefnir allt í það að Sjálfstæðisflokkurinn verði eini flokkurinn á þingi í dag sem hafi Akureyring í forystusæti. Vilji okkar flokksmanna hér blasir við öllum. Krafan er mjög áberandi um þetta.

Sigur Kristjáns Möllers í Norðausturkjördæmi og Gunnars Svavarssonar í Suðvesturkjördæmi í prófkjörum helgarinnar hjá Samfylkingunni eru athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Þar fara menn sem hafa með áberandi hætti talað fyrir stóriðju og stutt hana víða í orði og verki. Kristján var mikill baráttumaður fyrir Kárahnjúkavirkjun, rétt eins og Austfirðingurinn Einar Már, sem hélt sínu öðru sæti, og var frekar vandræðalegur þegar að umhverfisstefna flokksins, sem var úr hinu augljósasta gerviefni, var kynnt. Sigur Kristjáns er táknrænn og afgerandi. Það er allavega orðið ljóst að bæði eru KLM og Gunnar orðin ráðherraefni innan Samfylkingarinnar, þó að greinilega sé það ISG ekki gleðiefni.

Gunnar hefur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekið afstöðu með stækkun Alcan í Straumsvík, enda er hann forseti bæjarstjórnar. Reyndar munu víst bæjarbúar hafa örlög málsins í höndum sér. En Gunnar er ekki andvígur stækkuninni. Það er ljóst að sigur hans á Þórunni Sveinbjarnardóttur í prófkjörinu er táknrænn og áberandi. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að Þórunn var önnur þingmanna flokksins sem tók afstöðu með Kárahnjúkavirkjun. Hinn þingmaðurinn var Rannveig Guðmundsdóttir, fráfarandi leiðtogi flokksins í kjördæminu. Þórunn talaði í prófkjörsbaráttunni gegn stækkun Alcan. Hún var ótrúlega nærri því að sigra Hafnarfjarðaveldið um helgina. Gunnar er hinsvegar ekki með sterkt umboð sem leiðtogi.

Það væri áhugavert að heyra meira af því hvernig að Akureyringum innan Samfylkingarinnar líður. Miðað við nýjustu kannanir verður Lára Stefánsdóttir áfram varaþingmaður og Bensa Sig var hafnað, meira að segja af flokksfélögum í bænum, þó mjög þekktur sé og áberandi í bænum. Lára og Bensi sóttu að þingmönnum flokksins og urðu undir. Prófkjörið varð ósigur öflugra fulltrúa Akureyringa í prófkjörinu. Það er örugglega mikið spáð og spekúlerað þar. Björn Þorláksson sagði einmitt að það hefði slegið þögn á Akureyringana í Lárusarhúsi við fyrstu tölur á laugardaginn. Ekki er ég hissa á því, svo mikið er víst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

1. Stjórnmálagleraugun þin eru þröng ef þú horfir á baráttu Gunnars og Þórunnar annars vegar og Kristjáns og Bensa hins vegar, aðeins út frá stóriðju.

2. Gunnar hefur sagt að ef markmið um mengunarvarnir er náð, er hann ekki mótfallinn stækkun álvers. Ef hins vegar markmiðin nást ekki og fyrningarsvæðið verður stærra en áætlað er, er Gunnar ósáttur við stækkun.

3..  þú segir orðrétt: "Það er allavega orðið ljóst að bæði eru KLM og Gunnar orðin ráðherraefni innan Samfylkingarinnar, þó að greinilega sé það ISG ekki gleðiefni."  Ég skil þetta ekki, ertu að segja að ISG hafi stutt Þórunni og Benedikt Sigurðarson??

svara Stebbi minn

Sveinn Arnarsson, 6.11.2006 kl. 15:27

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég styð ekki neinn innan Samfylkingarinnar Svenni minn. Verð þó að viðurkenna að ég vona að Vala Bjarna nái góðum árangri. En það er bara vegna þess að ég þekki hana og hef unnið með henni í kosningabaráttu. Svo hef ég alltaf dáðst af krafti hennar sem persónu í gegnum mörg lífsins áföll. Hvað ISG varðar var hún ekkert alltof kát með stöðuna í kraganum allavega, enda var Þórunn kosningastjóri hennar í R-listanum 1998 og gríðarlega gömul kvennalistavinkona. En ég held að hún sé ekkert örg svosem heldur.

Ég er nú bara svona að skrifa um það sem mér finnst og hvernig hlutirnir blasa við mér. Ég er ekki Samfylkingarmaður og hef ekki kjörrétt í neinu prófkjöri þar. En við verðum að skella okkur í kaffispjall fljótlega. Við ættum að hafa um nóg að tala.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.11.2006 kl. 15:32

3 identicon

"Prófkjörið varð ósigur öflugra fulltrúa Akureyringa í prófkjörinu"
Veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta yfir því að þú skulir tala um Bensa Sig sem öflugan fulltrúa, maðurinn lenti í 7. sæti !
Lára er aftur á móti mjög öflugur fulltrúi og er ég sannfærður um það að hún mun verða þingmaður þann 13. maí 2006.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 20:04

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég stend hiklaust við fyrri orð. Benedikt Sigurðarson hefur verið áberandi maður í bæjarlífinu, bæði sem skólastjóri í barnaskólanum í áraraðir og síðar sem stjórnarformaður Kaupfélags Eyfirðinga. Lára er líka kona sem hefur verið áberandi hér vegna sinna starfa og pólitískra verkefna. Bæði eru þau Akureyringar sem lögðu til atlögu við þingmenn flokksins hér og urðu undir. Það er staða mála.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.11.2006 kl. 20:13

5 identicon

Mér finnst nú ekkert samansem merki milli þess að vera áberandi maður í bæjarlífinu og vera "öflugur fulltrúi"
Maður sem lendir í 7. sæti, er augljóslega ekki "öflugur fulltrúi" þótt hann hafi verið áberandi maður í bæjarlífinu sem skólastjóri og stjórnarformaður KEA.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 21:40

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Við erum greinilega ósammála. Það er svosem allt í lagi. Ég allavega segi mínar skoðanir á þessu og það stendur víst meðan að ég skrifa hér.

Hann bauð sig fram og lagði mikinn kraft í verkið. Hann bauð sig fram sem Akureyring í fyrsta sætið, enda mikil umræða verið um að við eigum ekki fulltrúa okkar á þingi og varð undir. Mér fannst þetta gert af krafti og greinilegt að Akureyringar vilja ekki fulltrúa sína í leiðtogastól.

Kristján studdi greinilega ekki Láru í annað sætið, heldur Einar Má Austfirðing. Þeim var báðum hafnað í sín sæti. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir SF-fólk hér að eiga engan í öruggu þingsæti.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.11.2006 kl. 21:50

7 identicon

Studdi Geir þá ekki Björn Bjarna í 2. sætið þar sem hann tapaði?

Sigurður (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 22:30

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég veit það satt best að segja ekki, held að Geir hafi stutt Björn, en ekki í annað sætið. Sem er það sama og ég held með Láru, að KLM hafi ekki stutt hana í annað sætið. Reyndar virðist það augljóst og ég hef heyrt margar sögur eftir úrslitin um þá stöðu mála og það má sjá t.d. komment um það í athugasemdakerfinu á vef Láru sjálfrar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.11.2006 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband