Dauðadómur yfir Saddam Hussein

Saddam Ekki er hægt að segja að dauðadómurinn yfir Saddam Hussein komi óvænt. Það hefur eiginlega blasað við frá handtökunni í desember 2003 að það kæmi til þessa. Ekki er þó hægt að sjá að endalok málsins séu framundan þó þessi dómsdagur hafi verið hjá Saddam í gær. Fleiri mál eru enn eftir og þessu umfangsmikla máli hefur ekki verið lokið með þessu dómsorði. Óeirðir voru á vissum stöðum í Írak, en þó ekki eins umfangsmikil og búist var við. En það eru auðvitað ólíkar skoðanir um þennan dóm.

Ég skrifaði aðeins um þetta í gær og fór yfir stöðu mála. Eftir það fékk ég tölvupóst frá lesanda sem vildi fá að heyra um skoðanir mínar á dauðarefsingum. Ég hef margoft sagt það í skrifum að ég er ekki hlynntur dauðarefsingum. Það er mjög einfalt mál. Ég verð þó fúslega að viðurkenna að mér er nákvæmlega sama um Saddam Hussein og er ekki mjög áhyggjufullur yfir hans örlögum. Þeir sem hafa lesið um verk hans á valdastóli og vinnubrögð gegn pólitískum andstæðingum eru ekki mjög umhyggjusamir um velferð hans. Ég hef lesið það mikið um pólitísk verk hans að ég ætla ekki að verja þann mann.

En það er alveg rétt sem Tony Blair segir að barátta gegn dauðarefsingum getur ekki gengið í eina átt. Öll munum við eftir fréttamyndunum sem sýndu aftökuna á Elenu og Nicolae Ceausescu, forsetahjónum Rúmeníu, í desember 1989. Við fall einræðisstjórnar þessa kommúnistaleiðtoga voru þau elt uppi sem hundar væru og þau skotin eftir snöggleg réttarhöld. Svipmyndirnar af líkum þeirra fóru um allan heim og vöktu verulega athygli. Rúmenar voru kúgaðir af þessari einræðisstjórn og þar var sú afstaða tekin að drepa þau áður en kommúnistar gætu byggt sig upp aftur. Óttinn um bakslag í byltingunni réði afstöðunni. Ég var tólf ára þegar að ég sá þessar fréttamyndir og þær sitja enn í mér. Ég skildi afstöðu þeirra, þrátt fyrir allt.

Það er erfitt að meta það hvort að einræðisherrar sem halda þjóð sinni í kúgun og drepi pólitíska andstæðinga sína verðskuldi örlög sem þau er þeir velja andstæðingunum og meta eigi þá betur. Þetta er mikið umhugsunarefni. Heilt yfir styð ég ekki dauðarefsingar og á erfitt með að tala fyrir því. En ég hef ekki samúð með Saddam Hussein og er nokkuð sama um hver örlög hans verða. Ekki kippi ég mér mikið við fréttir af þessum dómi og ætla ekki að tala gegn honum, það er mjög einfalt mál.

mbl.is Blair á móti dauðarefsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband