Umdeild pólitísk ráðning Jakobs Frímanns

Jakob Frímann MagnússonMér finnst það á gráu svæði að Jakob Frímann Magnússon, sem formaður í nefnd á vegum Reykjavíkurborgar, sé á sama tíma verkefnaráðinn til sama stjórnvalds án auglýsingar. Launakjörin, sem eru mjög rífleg, ofan á nefndakjörin, vekja að sjálfsögðu fleiri spurningar. Finnst þetta í sjálfu sér ekki hótinu betra en þegar umdeilt varð að Óskar Bergsson væri verkefnaráðinn til Faxaflóahafna á sama tíma og hann var formaður framkvæmdaráðs.

Finnst eðlilegt að spurt sé hvoru megin við borðið Jakob Frímann sitji. Þó að hann hafi ekki setið á framboðslista í síðustu borgarstjórnarkosningum og hafi örlítið aðra stöðu en Óskar Bergsson hvað það varðar er ekki deilt um að hann gegnir nefndastörfum fyrir borgina og er pólitískur fulltrúi í nefndakerfinu, maður sem situr í skjóli borgarstjórans í Reykjavík. Í ljósi þess verður ráðning hans mjög sérstök og eðlilegt að hún sé umdeild.

Samkvæmt fréttum síðdegis hefur Jakob Frímann hærri laun sem verkefnaráðinn yfirmaður miðborgarmála og formaður í borgarnefnd en kjörnir pólitískir fulltrúar, óbreyttir borgarfulltrúar. Á það kannski að vera þannig að Jakob Frímann eigi sem formaður hverfisráðsins að hafa eftirlit með verkum sem hann gerir sjálfur sem verkefnatengdur starfsmaður. Held að það sé mjög á gráu svæði.

Í ljósi stöðu Jakobs Frímanns verður ekki betur séð en að hann sé pólitískt valinn fulltrúi til starfa og það ráði úrslitum um valið á honum í stöðuna. Eðlilegast væri í stöðunni að Jakob Frímann gegndi öðru starfinu en segði sig frá hinu. Nema þá að telja eigi fólki trú um að hann eigi að hafa eftirlit með sjálfum sér.


mbl.is Gengið frá ráðningu Jakobs Frímanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er maðurinn sem þið sjálfstæðismenn leidduð til valda (Ólafur F.) Þetta er árangurinn af því og ekki fyrsta frumhlaupið hans.

Eruð þið ánægðir með valdaránið frá því í vetur? 

Theódór Norðkvist, 7.5.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ef þú túlkar þennan pistil sem hrós að þá þarftu að lesa hann aftur. Held að ég segi alveg það sem mér finnst án þess að hika neitt með það. Hef svosem ekki farið leynt með það að ég skil ekki hvaða stefnu þessi meirihluti er að taka. Skrifaði um það fyrir nokkrum vikum þegar að deilt var um REI-málið enn eina ferðina.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.5.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Svo er líka alltaf stórmerkilegt þegar menn eru í fullu starfi í þessu tilfelli hjá Reykjavíkurborg að þeri skuli fá aukagreiðslu fyrir nefndir og ráð sem þeir sitja í. í flestum tilfellum þegar um stjórnunarstöður er að ræða í einkageiranum og menn hafa laun sem þessi þá eiga þau laun að dekka það þó að í einhverjum tilfellum þurfi að sitja fund utan hefðbundins vinnutíma.

J. Trausti Magnússon, 7.5.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég veit vel, Stefán, að þú ert að setja spurningarmerki við þetta. Ég var bara að benda á að þessi ráðning er einn af ávöxtunum af því valdaráni sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir í vetur.

Þegar Flokkurinn setti borgarstjórastólinn, næst valda- og virðingarmesta embætti í landinu, á uppboð með því að selja hann í hendurnar á manni sem augljóslega er vanhæfur til að sinna embættinu og hafði auk þess minnst fylgi á bak við sig af öllum flokkunum.

Allt til að svala valdafíkn sinni. Alveg sama þó kjósendur og embætti borgarstjóra sé svívirt. Þessi ráðning er einn af ávöxtunum af myndun óstarfhæfs borgarstjórnarmeirihluta, sem byggist ekki á neinu nema valdagræðgi þeirra sem skipa hann.

Theódór Norðkvist, 7.5.2008 kl. 20:39

5 identicon

Sammála Stefán,þetta er mjög svo vafasöm ráðning.Og ekki slæleg laun.Er  viss um að þú bæðir um minni laun ef....Hvað er verið  að tala um valdarán,var hitt skiptið eitthvað betra.?Vona bara að fólk taki sig til og skili auðu í næstu kosningum.Alveg sama hvaða flokkar eru.Þurfti að hreinsa ansi mikið til í borginni.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er þessi ráðning á einhvern hátt öðruvísi heldur en ráðning Sóleyjar Tómasardóttur á dögum 100 daga stjórnarinnar?

Fannar frá Rifi, 7.5.2008 kl. 21:52

7 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ráðningin er eitt og launin annað. Hvernig er hægt að vera á fullum og launum og svo á nefndarlaunum sem þú sinnir jafnvel í vinnutímanum. Svona lagað á að stoppa. Það vinnur engin á tveim stöðum í einu. Venjulegt fólk fær frí í vinnu til að fara á fundi og þá launalaust eða notar í það sumarfrí.

Það kæmi mér ekki á óvart að Ólafur Friðrik gengi í Sjálfstæðisflokkin á tímabilinu því þá getur hann verið Borgarstjóri allt tímabilið

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.5.2008 kl. 21:58

8 identicon

Clouseu, Þrymur! Stefán er maður málefnalegrar umræðu og alls ekki flokkshollur þegar mörkum er náð. Verið þar. Bara skolli góður pistill Stebbi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband