Hvað segir DV um yfirlýsingar Elínar og Haraldar?

Haraldur Johannessen Elín Hirst og Haraldur Johannessen hafa nú bæði í yfirlýsingum sagt DV fara með ósannindi í fréttaskýringu um meinta handtöku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í ágúst 2002, og birta ætti myndir af því í fréttamiðlum Ríkisútvarpsins. Mikilvægt er nú að Jóhann Hauksson og DV tjái sig um þessar yfirlýsingar. Þær eru það afdráttarlausar að eitthvað verður nú að heyrast frá þeim sem komu þessari umræðu af stað og hversu traustar heimildir þeir hafi fyrir þessum fréttaflutningi.

Illa er komið fyrir Jóhanni og þeim sem birtu þessa frétt ef þeir hafa ekki verið með traustar heimildir fyrir þessari fréttaskýringu og því sem kom þar fram. Mikilvægt er að fá alla þætti þessa máls á borðið, einkum eftir þessar yfirlýsingar, og heyra hvað DV hafði á bakvið umfjöllunina, hvaða heimildir hafi legið þar að baki og hvers vegna þessar sögusagnir voru birtar.

Illa er komið fyrir þeim sem skrifaði þessa umfjöllun ef ekkert er á bakvið nema hugboðið eitt um að þetta hafi kannski gerst og því mikilvægt að allt sé lagt á borðið og sagt hvers vegna þetta var fullyrt. Ef ekki er orð á móti orði og mikilvægt að fá hið rétta fram.

mbl.is Ríkislögreglustjóri segir DV fara með ósannindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar eru sannarirnar hjá Elínu og HJ, þau geta ekki komið með á blaði þessa sönnun sína, þetta er póltískur smjörklípuleikur , hjá þeim, talið er að margir hafi orðið vitni af þessu í Leifsstöð að sjá RUV fólkið og lögregluna óvenju marga, sem fóru strax eftir að það varð ljóst að farþeginn sem átti að handtaka var ekki með fluginu sem kom........

tbee

TBEE (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband