Hver segir satt í handtökumáli Jóns Ásgeirs?

Jón Ásgeir Jóhannesson Eftir yfirlýsingar Elínar Hirst og Haraldar Johannessen annarsvegar og DV hinsvegar er ljóst að orð er á móti orði í hinu margumtalaða handtökumáli Jóns Ásgeirs. Báðar hljóma þær mjög sannfærandi en alveg kristaltært er að ekki er sagt satt í öðru tilfellinu og annaðhvort segja þau tvö ósatt eða blaðið. DV hefur verið umdeilt blað og væntanlega eru margir sem taka yfirlýsingar þess ekki trúanlegt.

Eflaust munu fylkingar þeirra sem takast á í þessu máli vera eftir þeim sem dýrka Baug og þola ekki Baug. Þetta er eins og að fylgjast með knattspyrnuleik á milli Vals og KR; stuðningsmennirnir halda með sínu "liði" út í eitt og gefa aldrei eftir sama hvað er. Sumar umræðurnar um Baug hljóma eins og keppni um hver geti verið bestur í að upphefja einhvern og tala niður til annarra. Gjörsamlega óþolandi, enda kemur ekkert vitrænt út úr þessu.

Þetta mál er þess eðlis að mikilvægt er að úr því fái skorið hver fer með ósannindi og hver segir satt í þessu yfirlýsingaflóði síðasta sólarhringinn. Skiptir þar engu hver elskar mest að dýrka Baug eða hata það.

mbl.is DV stendur við frásögn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Ef orð DV er á móti orði annars, þarf ég ekki að hugsa mig um.

DV menn eru nú ekki þekktir fyrir heilagan sannleika, jafn ömurlegan snepil sé ég nú ekki hér um slóðir.

Það skiptir akkúrat engu máli hvort þetta er satt eða ekki, við þurfum ekki að velta okkur uppúr svona kjaftasögum, göngum ekki í lið með Gróu á Leiti.

HP Foss, 10.5.2008 kl. 23:44

2 identicon

Þú talar um að DV sé eða hafi lítinn trúverðugleika, það hafa hægrimenn ekki heldur. Allt baugsmálið og byrjun þess er dæmi um þann óheiðarleika sem tröllriðið hefur þjófélaginu með davíðismanum. þá meina ég að hægrimenn þeir hafa einhverja óskiljanlega þörf fyrir að verja óheiðarleika hvers annars. Sem dæmi má nefna ráðningu Þorsteins Davíssonar, það vita allir að það var skítalykt af málinu en samt komu menn eins og Óli Björn Kárason og sáu sig knúinn til að verja ráðninguna. Svona er þetta í hverju spillingarmálinu á fætur öðru og ég get bara sagt það að ef flokkurinn sem ég styð myndi haga sér óheiðarlega myndi ég aldrei verja það, ég myndi annað hvort velja þann pólinn að þeygja eða skammast yfir ósómanum og óheiðarleikanum. En þið hægrimenn verðið alltaf að verja gjörninginn þó þið vitið innst inni að þið eruð að tala gegn betri vitund. Skrýtið.

Valsól (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Veistu það að þetta mál er algjört aukatriði sem fréttaefni fjölmiðla og með ólíkindum að slíkt skuli vera borið á borð um mál fyrir 6 árum síðan.

Hvar voru fjölmiðlar þá og hvers vegna var þá ekki fjallað um þetta ?

Þetta drepur á dreif nauðsynlegri umræðu um mál sem þarf að ræða í voru samfélagi meðal annars fiskveiðistjórnunina.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.5.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband