Íslendingar elska að dýrka og hata Eurovision

Gillz og Ceres 4 Allt snýst um Eurovision þessa dagana. Aðeins nokkrir dagar í undankeppnina þar sem Ísland reynir í fjórða skiptið í röð að komast áfram. Ekki get ég fundið að áhuginn sé minni og finnst ummæli Gillzeneggers um að þjóðin misskilji keppnina vera svolítið sérstök, svo ekki sé meira sagt.

Þátturinn þar sem Eurovision-lagið var valið varð vinsælasti sjónvarpsþáttur vetrarins og margir kusu í kosningunni um sigurlagið í febrúar. Þó að við höfum farið upp og niður í keppninni; hlotið sæti í topp tíu-hlutanum, fengið ekkert stig, orðið þrisvar í röð í 16. sæti eða mistekist að komast á úrslitakvöldið þrjú ár í röð er áhuginn ekkert minni.

Og allir hafa sínar skoðanir á því hvað Eurovision sé. Enda sást það vel af þeim lögum sem kepptu í keppninni heima, mjög ólík voru þau og enginn ekta Eurovision-keimur af þeim öllum svosem. Enda á að þora að gera eitthvað spennandi og prófa eitthvað nýtt. Gillz má nú ekki gleyma því að aðeins eru tvö ár síðan að við sendum Silvíu Nótt, karakterfígúru skapaða af góðri leikkonu og söngkonu, í keppnina og flippuðum vel út. Það flipp skilaði okkur ekki sæti á úrslitakvöldið.

Þannig að við höfðum prófað mjög margt í tilraunum okkar til að komast alla leið og þurfum ekkert að kvarta yfir því. Sennilega er Gillz bara sár yfir því að ná ekki að koma Merzedes Club til Serbíu. En val þjóðarinnar var afgerandi í febrúar. Eurobandið fékk helmingi fleiri atkvæði en þau og unnu heiðarlega og vel fyrir sínum farmiða. Og auðvitað eigum við öll að styðja okkar fólk.

Hef heyrt svo marga segja í gegnum árin að þeir fylgist nú ekki með Eurovision og hafi engan áhuga á þessu. Það er venjulegast fyrst að skjánum þegar að keppnin fer fram og fylgist með. Þarf svosem ekkert að skammast sín fyrir það. Tónlist er stór hluti af tilveru okkar og þetta keppnisform lifir í gegnum allar hremmingar okkar í keppninni fyrr og nú.

Við vorum mjög nálægt því að vinna keppnina fyrir tæpum áratug þegar að Selma Björnsdóttir söng All Out Of Luck, besta Eurovision-lag okkar fyrr og síðar. Höfum upplifað hæðir og lægðir í keppninni, flestir hafa gert það. Finnst ekkert aðalatriðið endilega að vinna. Finnst aðalatriðið að lagið okkar í ár komist í úrslitakeppnina. Hálfur sigur næst með því.

mbl.is Skilja ekki Júróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Við erum búin að reyna allt,söngvakeppnin er söngvakeppni þó svo að einhver lönd sendi grín inn,tilgangurinn má ekki gleymast.En Gilliz er pínu ergilegur.

María Anna P Kristjánsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband