Glæsilegt hjá Man Utd - 17. titillinn í höfn

Man Utd fagnar sigri Manchester United vann heldur betur traustan og glæsilegan sigur á Wigan í dag og náði með því sautjánda meistaratitlinum í sögu félagsins, nú eftir harða rimmu við Chelsea. Hef verið viss um það síðustu vikurnar að þetta væri í höfn. Ósigurinn fyrir Chelsea fyrir nokkrum vikum gerði þetta jafnara og meira spennandi en ella, andstæðingar liðsins töldu þá liðið búið að missa titilinn úr greipum sér en svo fór nú ekki.

Enda hefði það verið stílbrot ef leikmenn Manchester United hefðu sjálfir fært Chelsea meistaratitilinn. Til þess að vinna ekki titilinn hefðu þeir sjálfir þurft að klúðra og færa andstæðingunum hnossið mikla. Auðvitað var það ekki í stöðunni og sigurinn sætur í dag að sjálfsögðu fyrir þá fjölmörgu sem styðja Manchester United.

Chelsea og Manchester United eiga spennandi rimmu framundan í Moskvu eftir hálfan mánuð aftur, þá um bikarinn í Meistaradeildinni. Sá leikur verður sögulegur hvernig sem fer, enda eru þá bresk lið að berjast í úrslitaleiknum í fyrsta skiptið til þessa.

Sigurinn í dag og fögnuðurinn yfir þessum titli gerir það vonandi ekki að verkum að liðið sofni á verðinum í Moskvu. Glæsileg endalok yrðu það nú á keppnisárinu að hampa bikarnum volduga í Moskvu.

mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband