Morðalda í London - þrettán unglingar myrtir

Jimmy Mizen Var að horfa á umfjöllun á SKY um morðið á unglingnum Jimmy Mizen í London um helgina, en hann er þrettándi unglingurinn sem myrtur er í borginni á þessu ári. Sorglegt er að heyra allar fréttirnar af þessum morðum og ekki er hægt annað en velta því fyrir sér hvað sé að gerast í bresku samfélagi. Á síðasta ári voru fjöldi unglinga myrtir líka, mest var sennilega fjallað um skotárás þar sem þrír unglingar létust í febrúar 2007.

Finnst alltaf jafn nöturlegt að heyra fréttir af þessum morðum á unglingum í London og ekki nema von að þar sé ein helsta spurningin hvað sé hægt að gera í stöðunni. Þeir á Sky hafa fjallað jafnan um þessi mál af ábyrgð og talað um allar hliðar þessara sorglegu morða og reynt að varpa ljósi á þá þætti sem mestu skipta. Þetta hefur sett þungan svartan blæ yfir allt mannlíf í borginni. Virðist fátt vera til ráða, blasir við að um uppsafnaðan vanda í samfélaginu sé að ræða.

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur bent á að þessir atburðir endurspegli alvarlega bresti í bresku samfélagi. Telur hann hættulega framkomu, einmanaleika og þunglyndi ungmenna m.a. stafa af ábyrgðarleysi fullorðinna og mjög skorti á ást og umhyggju í samfélaginu. Vísa forystumenn Íhaldsflokksins óspart á það að upplausn í fjölskyldum og agaleysi sé alvarlegt vandamál og hafa vísað á nýlega skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þar eru bresk börn á botninum hvað snertir hamingju og ánægju í lífinu.

Þetta mál virðist erfitt fyrir Verkamannaflokkinn sem skiljanlega vill ekki staðfesta að alvarlegir brestir séu í bresku samfélagi. Eftir áratug við völd er varla við því að búast að bresk stjórnvöld taki undir það mat að breskt samfélag sé á botninum hvað þetta varðar. Það er ljóst að þarna er fyrst og fremst um að ræða samfélagsbresti og sumir vilja ekki greina þá.

Þetta eru dökkir dagar í London. Þetta var eitt þeirra mála sem Boris Johnson, borgarstjóri, nefndi mikið í kosningabaráttu sinni og hefur talað mikið um nú um helgina eftir að Jimmy Mizen var myrtur. Vonandi mun takast að stöðva þessa morðöldu í heimsborginni London.

mbl.is Myrtur eftir að hafa neitað að taka þátt í slagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

á sama tíma og ofbeldisalda ríður yfir, þá einbeitir lögreglan þeirra sér að þeim sem slá ösku út um bílglugga, eða missa vínarbrauð í götuna, kanski ekki ólíkt glasa og piss vaktinni hjá okkar lögreglu.  sjá færslu mína frá í dag um þetta mál.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband