Leyndarmįl fortķšarinnar

Stašurinn žar sem beinin fundust Hef veriš aš fylgjast meš umfjöllun bresku fréttamišlanna į beinafundinum ķ Audenshaw ķ Englandi, žar sem jaršneskar leifar tveggja smįbarna fundust ķ hśsi gamallar konu eftir lįt hennar. Žetta er eitt af žessum leyndarmįlum fortķšarinnar sem žarna er aš koma ķ ljós og vekur aušvitaš mikla athygli fjölmišla.

Einhver sorgleg saga hefur veriš žarna aš baki og mikilvęgt aš fį śr žvķ skoriš hvort gamla konan hafi veriš móšir barnanna. Stęrsta spurningin ķ bresku pressunni er reyndar hversu lengi lķk barnanna hafi veriš ķ hśsinu. Einn sem rętt var viš įšan giskaši į aš žaš vęri sennilega um eša yfir fjórir įratugir. Žetta er sérstakt mįl og mikiš ķ umfjöllun ķ bresku pressunni.

Įhugavert veršur aš sjį hver nišurstaša veršur ķ rannsókninni, hver séu svörin viš leyndarmįlum gömlu konunnar ķ žessu hśsi.


mbl.is Barnslķk fundust ķ kassa į Englandi
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband