Morðaldan í London heldur áfram

Frá vettvangi Ekki leið nema rúmlega sólarhringur frá því að unglingurinn Jimmy Mizen var stunginn til bana í London þar til annað stungumorð hafði verið framið í borginni, nú maður á þrítugsaldri fyrir utan McDonalds-veitingastað á Oxford-stræti á West End. Morðmálin í London vekja mikinn óhug og eðlilega er þetta mikið áfall fyrir borgarbúa.

Eins og ég sagði hér í færslu fyrir rétt um sólarhring lagði Boris Johnson, borgarstjóri, mikla áherslu á að berjast gegn morðöldunni í borginni í kosningabaráttu sinni fyrir nokkrum vikum og hefur talið mjög afgerandi í þá átt síðustu dagana. Nú reynir mjög á hvaða forystu Boris mun færa borgarbúum og hvort hægt verði að taka á þessum skelfilega vanda.

Þetta er svolítið sláandi fyrir okkur hér á Íslandi að heyra af þessari stöðu svo nálægt okkur. Þrettán unglingar hafa verið myrtir í borginni aðeins á þessu ári. Algengast er að framin séu stungumorð og oft ekki af miklu tilefni, annað hvort eru þetta slagsmál sem lýkur með að lagt er til einhvers eða að gengi ráðist á einhvern af handahófi. Mörg morðmál að undanförnu bera merki sérstaklega merki hins síðarnefnda.

Hef horft á umfjöllun um þetta á bresku fréttastöðvunum. Er alltaf jafn sorglegt, sérstaklega þegar að birtar eru myndir af börnum og unglingum sem hafa verið stungin til bana, myrt með hrottalegum hætti. Aðdáunarvert fannst mér að sjá viðbrögð móður drengsins sem myrtur var í gær, en hún var ótrúlega sterk og talaði af stillingu og tilfinningu um þennan mikla harmleik.

Þessi morðalda hvílir sem mara yfir heimsborginni London. Vonandi mun takast að vinna bug á þessu mikla meini.

mbl.is Myrtur á Oxfordstræti um miðjan dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver að ég held búsettur í London bloggaði um þessa "morðöldu" um daginn. Hann tók einfaldlega netta höfðatölu á þetta og komst að því að hér væri frekar um fréttaöldu að ræða.

Ég held að Michael Moore hafi dekkað þennan hræðslufréttaáróður ágætlega í B.F.C. myndinni. það endar með ósköpum ef við förum að taka mark á slíkum fréttum hér í hinum siðmenntaða heimi, eins og kaninn virðist gera.

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:26

2 identicon

Er ekki besta ráðið að biðja væntanlega morðingja að myrða ekki?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Adda bloggar

góður pistill.kv adda

ps.elskurnar mínar, langar að benda ykkur á þessa ungu hetju og biðja fyrir henni.Hún heitir Sigrún og er ung móðir með hvítblæði,og er úti í svíþjóð þessa dagana í mergskiptum.Þetta er erfið meðferð sem reynir á hetjuna mína!

ps.afsakaðu að ég tróð þessu inn á bloggið þitten allar bænir og hugsanir hjálpa henni

http://sigrunth.bloggar.is/



Adda bloggar, 13.5.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband