Demókratar ná völdum í fulltrúadeildinni

Nancy Pelosi Stórtíðindi urðu í bandarískum stjórnmálum nú á fimmta klukkutímanum þegar að demókratar náðu völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir tólf ára meirihlutasetu repúblikana. Demókratar hafa verið á sigurbraut í talningunni í alla nótt og hefur stefnt í sigur þeirra í skoðanakönnunum síðustu mánaða. Þessi úrslit marka þáttaskil að mjög mörgu leyti og laskar George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, verulega og veikir pólitíska stöðu hans mjög.

Nancy Pelosi, sem verið hefur leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni frá árinu 2003, mun nú verða forseti fulltrúadeildarinnar. Hún er fyrsta konan sem leiðir fulltrúadeildina í langri sögu hennar. Pelosi tekur við forsetaembættinu af Dennis Hastert, sem hefur verið forseti allt frá árinu 1999, og var kominn í hóp þaulsetnustu forseta deildarinnar. Nancy Pelosi hefur verið harður andstæðingur George W. Bush og verið mjög andsnúin pólitískum verkum hans. Sigur hennar og demókrata eru stórpólitískt áfall fyrir Bush forseta.

Úrslitin verða brátt ljós í öldungadeildinni. Þegar að sjö sæti eru enn undir hafa demókratar hlotið 47 en repúblikanar 46. Demókratar hafa unnið þrjú sæti af repúblikönum og þurfa að sigra þrjú önnur til að vinna. Það ræðst innan klukkutíma hvernig fer í þessu. Nú þegar hafa þó stórpólitísk tíðindi orðið og pólitísk staða Bush forseta veikst til muna við fall meirihluta repúblikana í fulltrúadeildinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband